Eimreiðin - 01.10.1928, Síða 11
’KIMREIÐIN
ALTARIÐ
315
unum. — Eftir því sem blöðin titruðu í golunni, flögraði
sólskinið í smádílum yfir samanvaxið kjarr, hátt, safamikið
Sras og litskrúðug blóm, sem uxu í hinum frjósama jarðvegi
milli trjánna.
En í miðjum gróðrinum lá vera í mannsmynd. Hann vai
'brúnn og nakinn og svaf. — Þetta var hinn fyrsti maður —
vér nefnum hann Adam. —
Adam þekti ekkert, sem var jafnindælt eins og að sofa.
Hann var einn síns liðs í skóginum. Eigi vissi hann, hvaðan
hann var kominn eða hvert hann mundi fara, hafði aldrei séð
ueitt annað en skóginn og þekti ekkert annað — og skóginn
Þekti hann þó ekkert.
Hann heyrði eigi niðinn, sem fór eftir trjánum og milli
beirra, en það er hið leyndardómsfulla mál trjánna. Fuglar
sátu þar á hverri grein og á hverjum kvisti, og þeir kvökuðu
°9 sungu guðslangan daginn — að vísu heyrði hann hljóðið,
en tónana skildi hann ekki — og aldrei hafði hann fundið
1il töfra þeirra, er geymast í þungum og sætum ilmi blómanna.
Hann sá sólina og bláan himin gægjast niður milli trjánna,
en augu hans voru sem sjáandi blind. Þau höfðu aldrei lært
að flytja fögnuðinn inn í hjartað.
Eðlishvötin sagði honum, þegar hann kendi hungurs, og
t>á stóð hann upp, teygði úr sér, geispaði og hristi sig eins
°9 dýr, og svo hljóp hann af stað til þess að leita sér fæðu.
Hann át alt, sem hann komst yfir: rætur, ber, ávexti, hunang
lirfur og egg. Og er hann var mettur, fleygði hann sér aftur
niður í skuggann milli trjánna, eða hann klifraði upp í tré,
sem hafði svo samanvaxnar greinar, að hann gat lagst niður
eins og í körfu og vaggað sér í svefn. — Og síðan svaf hann
svaf þangað til sulturinn rak hann á fætur affur. —
Þannig var Adam. ...
III.
Qg Eva kom. —
Hvaðan? Hvernig?
Quð gerði hana. . . . Sólin kom með hana. . . .
Sólin færðist yfir himinbauginn, gægðist niður til Adams,