Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1928, Qupperneq 12

Eimreiðin - 01.10.1928, Qupperneq 12
316 ALTARIÐ EIMREIÐIN þar sem hann lá í fasta svefni, sendi brennheita geisla á andlit hans og augu, gerði alt, sem hægt var til þess að vekja hann. — Sólin hafði nokkuð, sem hún ætlaði að sýna honum, áður en hún gengi til viðar í vestri — en þetta, sem honum var ætlað að sjá, var það, er átti að vekja hann að fullu og öllu, það, sem átti að gera hann færan um að inna stórvirkið af hendi — stórvirkið, sem honum einum af öllu sköpuðu var ætlað að vinna, að leggja hið síðasta þrep stigans, sem átti að ná til himna, að mynda þann hlekk, er tengir alt skapað við guð. Og þetta var Eva. Hún stóð í skugganum undir þéttlaufgaðri eik, ekki meira en faðms lengd frá Adam. Hún hallaði sér upp að eikinni, og líkami hennar titraði, og fegurð hennar fólst leyndardómsfull í mjúkum bogalínum vaxtarlagsins undir fossfalli lokkanna, sem hrundu niður um hana alla. Augu hennar voru blá eins og vorhiminn, spyrjandi, órann- sakanlega djúp eins og heimsgátan. — Þau spegluðu ljóma hverfandi sólarinnar og störðu full undrunar á þessa sofandi veru, er lá frammi fyrir henni og virtist vera henni sjálfri lík. — En hún titraði eins og sæluhrollur færi um hana af óafvit- andi eftirvæntingu, þar sem hún beið án þess að eiga ser neitt umliðið, án þess að eiga sér hugmynd um framtíð. — Adam vaknaði. Hann hóf upp augu sín og sá, án þess að skilja, þá opinberun lífsins og tilverunnar, er birtist honum. Svo var eins og ljómaði af degi einhversstaðar djúpt niðn í myrkri hugans. — Hin fyrsta mannlega tilfinning gerði vart við sig. — Það var undrun. Hann spratt á fætur og rétti úr sér. Hann var mikill vexti, sterkur og varð í sömu svipan fagur ásýndum. Svo rétti hann út höndina eftir henni, og merkilegt hljóð brauzt fram af vörum hans. Það var hið fyrsta mannlega orð, sem sagt hefur verið í þessum heimi — en orðið var: »EVA« — nafnið, sem hann gaf henni, konunni — hinni eilífu móður kynslóðanna —* henni, sem gerir manninn að manni, því að nú var hún faedd í heiminn. . . . Sólin gekk til viðar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.