Eimreiðin - 01.10.1928, Side 20
324 BÓKMENTAIÐJA ÍSL. í VESTURHEIMI eimreiðin
ritum; einna bezt er »Ljósið í hríðinnic, í »ÖIdinni< 1895,
enda náði hún talsverðum vinsældum. Kristján var einnig
hagmæltur vel.
Þá er að geta þess mannsins, sem bæði hefur verið lang-
afkastamestur allra vestur-íslenzkra skáldsagnahöfunda og
einnig er langmestum hæfileikum búinn á því sviði. Munu
flestir kannast við hann, en það er Jóhann Magnús Bjarna-
son.1) Er hann bóndasonur, fæddur á Meðalnesi í Fellum í
Norður-Múlasýslu, 24. maí 1866. Á unga aldri fluttist hann
með foreldrum sínum til Nýja-
Skotlands árið 1875, en til
Manitoba 1882. Ekki verður
sagt, að hann hafi hlotið mikla
skólamentun; að sönnu naut
hann alþýðuskólamentunar >
Nýja-Skotlandi, og á árunum
1886—87 stundaði hann nám
við Collegiatestofnun í Winni-
peg; af kennaraskólanum þar
útskrifaðist hann árið 1900.
Hefur hann lengstum verið
kennari í alþýðuskólum í Mani-
toba og þótt áhrifamikill í því
starfi. V/íðlesinn hlýtur hann
að vera bæði í íslenzkum og erlendum bókmentum; það bera
bækur hans með sér.
Eins og flestir landar hans fyr og síðar hefur Magnús
unnið ritstörf sín í hjáverkum. Þegar þessa er gætt, furðar
menn á því, hve mikið liggur eftir hann. Fyrsta bók hans,
»Sögur og kvæði«, kom út í Winnipeg 1892. Voru dómarnir
um hana óvægir og ekki að ófyrirsynju. Á sögum þessum
voru ýms smíðalýti; byrjandabragurinn auðsær, enda var höfundur
kornungur, um tvítugsaldur. Persónurnar eru ekki sem eðli'
legastar, frásögnin ærið öfgafull, og efnið tekið lausum tökum-
Jóhann Magnús Bjarnason.
1) Sjá um hann: Hjörtur Leó: Jóhann Magnús Bjarnason, Breiðablih
1906, bls. 106—110, og G(uðmundur) Á(rnason): Vestur-íslenzkur skáld-
sagnahöfundur, Óðinn XVI. árg. 1920, bls. 52—53.