Eimreiðin - 01.10.1928, Page 27
eimreiðin BÓKMENTAIÐJA ÍSL. í VESTURHEIMI
331
sínum hóp, t. d. suma þá, sem við ritstjórn hafa fengist og
áður voru nefndir. Hið stærsta og eitt hið merkasta rit í
óbundnu máli, sem út hefur komið á íslenzku vestra, er »Saga
Islendinga í Norður-Dakota* eftir Thorstínu Jackson. En miklu
meira er sögulegt gildi þeirrar bókar en hið bókmentalega.
Með hinum ensku ritum sínum hefur Vilhjálmur Stefánsson
unnið sér víðfrægð engu
síður en með norður-
íerðum sínum og rann-
sóknum. Enda er hann
bráðsnjall rithöfundur,
frásögn hans lifandi, stíll-
>nn máttugur og mynd-
auðugur. Hitt er máske
ókunnara á íslandi, að
hann er einnig skáld-
mæltur prýðilega. Þar
sem bók um Vilhjálm
er nýútkomin á íslenzku,
v'sast til hennar.1)
Það er því talsvert
að vöxtum, sem landar
vorir vestan hafs hafa
iagt til íslenzkra bók-
^uenta í óbundnu máli.
Fer að vonum að það
Se misjafnt að gildi og
9æðum. Sumt er auðvitað æði léttvægt og tiltölulega lítill hluti
bess mun svo sígildur, að hann geymist öldum og óbornum.
Enda er það jafnsatt um bókmentir heimaþjóðarinnar, og bók-
Hrentir allra þjóða, að það er að eins lítill hluti skáldrita, sem
hfa höfund sinn og hans tíð. Þó mun Jóhann Magnús Bjarna-
son lengi munast sem sagnaskáld og æfintýra. Má óhikað
skipa honum á bekk meðal hinna fremstu íslendinga í þeim
U Quöm. Finnbogason: Vilhjálmur Stefánsson. Akureyri 1927. Einnig
Halldór Hermannsson: Vilhjálmur Stefánsson, í Ársriti Fræðafélagsins
l92<1, bls, 1—41.