Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1928, Page 28

Eimreiðin - 01.10.1928, Page 28
332 BÓKMENTAIÐ]A ÍSL. í VESTURHEIMI eimreiðin bókmentagreinum, hans kynslóðar. Og sumar sögur Þorsteins Þ. Þorsteinssonar og leikrit Guttorms ]. Guttormssonar eiga meira en stundargildi — teljast ei til bókmentalegra dægurflugna. Ljóð og kvæði. Ljóðaást og ljóðgáfa eru Islendingum runnar í merg og bein. Fáum þjóðum mun rímhneigð og rímfimi gefnar í ríkara mæli. Og skáldskapurinn hefur frá alda öðli verið þjóð vorri matur og drykkur, í skammdegi og langdegi. Við orfið og hrífuna hafa menn og konur haft yfir kvæðin sér til dægra- styttingar og hvíldar. Mörgum barningsmanni hefur stakan létt erfið áratog. Og ljóðin hafa verið sungin yfir vöggu ung- barnsins, þegar hungurvofan stóð í bæjardyrunum, þau hafa verið íslenzkri þjóð „. . . brjóst viö hungri og þorsta, hjartaskjól, þegar burt var sólin, hennar Ijós í Iágu hreysi, langra kvelda jóla-eldur“. Ekki hverfur heldur ást íslendingsins á ljóðum, þó hann flytjist út fyrir landsteina ættjarðar sinnar. Kvæðagerðin meðal landa vorra vestan hafs er þessa ljós vottur. Hún er geysi- mikil að vöxtum, ekki sízt þegar þess er gætt, hve fáir þeir eru tiltölulega. Auðvitað þarf enginn að ætla, að hún sé öll þung á metaskálum sannrar ljóðlistar. Þeir skifta tugum Is- lendingarnir vestra, sem við skáldskap hafa fengist og fást enn. Eru þar því margir kallaðir, en sem nærri má geta fáir útvaldir. Ekki eru allir söngmenn, sem komið geta upp ófölskum tón, né heldur hver sá skáld, sem rímað getur rétta ferskeytlu. Vestur-Islendingar hafa átt sín leirskáld og eiga þau enn, — slíkra eru líka dæmi heima á Islandi, — en þeir hafa einnig átt, og eiga — og þessa er ljúfara að minnast — nokkur góðskáld, og að minsta kosti eitt stórskáld í ljóðum. Ekki verður hér rúm til að lýsa sem vert væri beztu skáld- unum vestur-íslenzku eða verkum þeirra, né er þess kostur að birta kafla úr ljóðum þeirra, og er það tjón, því að bezt tala skáldin sjálf jafnan máli sínu. Þó skal geta
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.