Eimreiðin - 01.10.1928, Qupperneq 29
eimreiðin BÓKMENTAIÐJA ÍSL. í VESTURHEIMI
333
hér að nokkru »stærri spámannanna«, en hinir »smærri«
nefndir.1)
Kristinn Stefánsson.2) Hann fæddist 9. júlí 1856 að Egilsá
í Norðurárdal í Skagafjarðarsýslu, kominn af góðum bænda-
ættum. Var hann meðal hinna fyrstu íslenzku vesturfara í
þeim stóra hóp (um 200 manns), sem fluttist af Norðurlandi
vorið 1873. Dvaldi hann um nokkur ár í Ontario, en til
Winnipeg fluttist hann 1881 og átti þar lengstum heima og
vann þar að ýrnsu. Hann andaðist 26. september 1916. Krist-
inn naut engrar skólamentunar,
en víðlesinn var hann í ensk-
um, amerískum og Norður-
landa bókmentum.
011 munu ljóð Kristins ort
vestan hafs, að minsta kosti
þau, sem á prenti eru til. Birt-
ust hin fyrstu þeirra í »Fram-
iara« sem fyr var skráð. Fyrsta
ljóðabók höfundarins, »Vestan
hafs«, kom út árið 1900, lítið
kver. Þar eru ýms snotur ljóð
og vel kveðin, t. d. »Þrumu-
skúr« og »Vorský«. Lausavís-
urnar eru einnig snjallar margar
hverjar. Vald höfundar á íslenzku máli er auðsætt. En fá eru
hér af hinum tilþrifameiri kvæðum hans. Hann á eftir að
þroskast og ráðast í stærri viðfangsefni. Síðari bók hans
sýnir þetta glögt. Nefnist hún »Út um vötn og velli«, og gáfu
þeir séra Rögnvaldur Pétursson og Qísli Jónsson prentari
hana út í Winnipeg 1916. Bjó höfundur sjálfur mikinn hluta
hvæðanna undir prentun, en hann lézt áður því verki yrði
1) Höfundar eru nefndir hér í aldursröð nema Stephan 0. Stephansson.
^irtist hæfast að lýsa honum seinast hinna meiri skálda, enda ber honum
öndvegið.
2) Sjá um hann: Öldin IV., bls. 17—20; Nýja Öldin III., bls. 220—
221, Út um vötn og velli, bls. 287—295, R. Pétursson: Kristinn Stefáns-
s°n, Heimskringla 12. okt. 1916, og Jón Einarsson: Kristinn Stefánsson,
Lögberg 3. marz 1921.