Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1928, Blaðsíða 30

Eimreiðin - 01.10.1928, Blaðsíða 30
334 BÓKMENTAIÐ]A ÍSL. í VESTURHEIMI eimreiðin lokið. Er bók þessi vönduð að frágangi og drjúg að innihaldi. Er hér að finna mestan hluta þess, sem Kristinn orti, og hið bezta. Margt er gott um ljóð hans að segja. Hann er orðhagur mjög og íslenzkur vel í máli. Hann hlýtur að hafa átt glögt auga fyrir því, sem fagurt var og sérkennilegt. Lýsingar hans á náttúrunni, á veðrabrigðum og árstíðum eru löngum frum- legar, kraftmiklar og myndauðgar. »Sumarkvöld við vatnið* og »Vorsins dís«, bæði gullfalleg kvæði, má nefna sem dæmi- Undiralda þungrar alvöru er í mörgum ljóðum Kristins. Hér er djúphyggjumaður, en eigi flysjungur á ferð. Hann er ákveð- inn umbótamaður; kemur það fram í ýmsum hinum tilþrifa- mestu kvæðum hans, svo sem »Um nótt« og »Einbúinn«. Er höfundurinn beinskeyttur, þegar því er að skifta, t. d. í »Ut- angarðs*, en þó er mannkærleiki hans jafnan auðfundinn (sbr. »Hann kunningi minn«). Kristinn ann vorinu, syngur þv> oft fögur ljóð, hann ann andlegu víðsýni, frelsi og framsókn. Mun það meira en tilviljun ein, að hann yrkir um slíka menn sem Swinburne, Shelley, Björnson, Jón Sigurðsson forseta og Þorstein Erlingsson. Þessir voru hans menn, frjálshuga og óljósfælnir. Mun hann og hafa orðið fyrir áhrifum af sum- um þeirra, t. d. Swinburne. En þó útlendra áhrifa kunni að gæta í ljóðum Kristins, var hann hinn íslenzkasti, og hlý ást til ættlandsins lýsir sér í ýmsum ljóðum hans, i. d. í hinu ágæta erfiljóði, »Jóhanna Pálsdóttir«, en Kristinn orti mörg góð kvæði af því tæi. Þorbjörn Bjarnarson (Þorskabítur) er fæddur á írafelli > Kjós, 29. ágúst 1859. Ólst hann upp í Reykholtsdal í Borg- arfjarðarsýslu og átti þar löngum heima, unz hann fluttisí vestur um haf 1893. Settist hann að í Winnipeg og dvald> þar í fjögur ár, flutti árið 1897 til Pembína í Norður-Dakota og hefur átt þar heima síðan. Er hann sem margir skáld- bræður hans íslenzkir óskólagenginn alþýðumaður. Bækurnar hafa verið honum mentunarlind og menningar. Að eins ein kvæðabók, »Nokkur ljóðmæli«, Winnipeg 191^* hefur komið út eftir Þorskabít (svo nefnir hann sig jafnan sem skáld), en síðan hafa mörg góðkvæði hans birzt í blöð- um og tímaritum vestra, t. d. mikið kvæði, »Bólu-Hjálmar‘> að einungis eitt sé nefnt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.