Eimreiðin - 01.10.1928, Qupperneq 33
Eimreiðin BÓKMENTAIÐJA ÍSL. í VESTURHEIMI 337
sé, enda vann þýðandinn að því í aldarfjórðung. Sýnir það
vandvirkni hans. En þar hefur hann einnig reist sér mikinn
bautastein og óbrotgjarnan. Nákvæmur samanburður á þeirri
þýðingu og frumkvæðinu hefur sannfært mig um, að hún er
meðal hinna allra fremstu íslenzkra þýðinga, bókmentum vor-
um sönn aufúsugjöf.
Séra Jónas A. Sigurðssonó) Hann fæddist að Ásgeirsá í
Húnavatnssýslu 6. maí 1865. Snemma bar á gáfum hjá hon-
um, og fyrir áhrif dr. Björns
Olsen tók hann að hugsa til
að mentast, stundaði heimanám
hjá séra ]óni Þorlákssyni á
Tjörn, og útskrifaðist af bún-
aðarskólanum í Olafsdal 1886.
Vestur fluttist hann 1887, aðal-
lega með það fyrir augum að
afla sér meiri mentunar. Stund-
aði hann guðfræðisnám á presta-
skóla í Chicago og útskrifaðist
þaðan 1893, prestvígðist sama
ár og hefur gegnt prests-
störfum víðsvegar meðal Is-
lendinga síðan. Er hann nú í
Selkirk.
Enn sem komið er hefur engin ljóðabók eftir síra ]ónas
homið á prent, en fjölda mörg kvæði hans er að finna í
Ýttisum blöðum og tímaritum vestan hafs, einkanlega í »Lög-
bergi«, »Tímariti Þjóðræknisfélagsins« og »Sameiningunni«.
Hann er mikilli rímgáfu gæddur og andríkur, sér í lagi þegar
bonum er þungt niðri fyrir. Ljóð hans eru kjarnorð, stíllinn
kröftugur, hann hefur mikið vald yfir íslenzku máli. Karl-
nienskubragur er á mörgum ljcðum hans. Hann hefur sótt
næring í íslenzkar fornsögur og önnur norræn fræði og orðið
ríkari. Vitnar hann oft í þessi rit og finnur sér þar yrkis-
ef>ii- Enda er þjóðernistilfinningin — ástin á íslenzkri tungu,
s°SU, landi og þjóð — einn af meginþáttunum í ljóðum hans.
1) Sjá um hann: ísafold XXV. 57, 1898; Sunnanfari VIII., bls. 34—35.
22