Eimreiðin - 01.10.1928, Qupperneq 37
. EIMREIÐIN
Lifa látnir?
III. Niðurl.
í mínum augum er lífið eins og afarmikill og margbrotinn
vefur, sem heldur áfram um aldir alda. Vér, sem tökum þátt
í umræðum þessum hér, erum eins og örsmáir möskvar í
vefnum, og sama er að segja um þær 1.800.000.000 mann-
verur, sem lifa ásamt oss á þessari jörð. Mannkynsvefurinn,
sem nú er upp settur í vefstóli tímans, er annar endinn á
þeirri ómælanlegu voð, sem nær út í ókynnisdjúp fortíðarinnar,
og byrjun að framhaldi, sem ekki er unt að sjá fyrir endann
á. Að vísu segja þeir, sem rannsakað hafa eðli sólarinnar, að
þeir tímar muni koma, er jarðstjarna vor geti ekki lengur
alið líf, en þar sem sá ógnaratburður er svo fjarri, að miljónir
alda munu líða áður, er ekkert óskynsamlegt við það, þó sagt
sé, að framtíð jarðar sé eilíf. Það er í þessum efnislega
skilningi, að líffræðingurinn telur mennina ódauðlegar verur.
Ef vér á annað borð lifum áfram, þá er það aðeins í lífi afkom-
enda vorra. Hver maður og kona eru fædd með frækorn
ódauðleikáns í líkama sínum, hæfileikann til að ala afkvæmi.
A þessa leið byrjar Sir Arthur Keith1) grein sína. Og hann
heldur áfram:
Aður en vér ræðum það, hvað lífið sé og hvort unt sé að
álykta, að það haldi áfram eftir líkamsdauðann, skulum vér
athuga, hvað læknisfræðingar vita um dauðann. Þegar lækn-’
''inn finnur, að hjarta sjúklingsins er hætt að slá og andar-
drátturinn er staðnaður, þá ályktar hann, að dauðinn sé
hominn. Svo er einnig frá hagnýtu sjónarmiði, en í raun og
veru er sjúklingurinn þó ekki dáinn. Ef læknirinn hefði við
!) Skekkja, sem stafar af misgáningi, hefur slæÖst inn í grein þessa í
síðasta hefti, þar sem sagt er, að til sé í íslenzkri þyðingu Mannfræði
etlir Arthur Keith. Dók sú, sem þar er átt við, er eftir R. R. Marett.
En eftir Keith hefur birzt grein í Eimr. (XXX. árg.) — Greining mannkyns-
*ns í kynkvíslir -— í þýðingu dr. Guðm. Finnbogasonar.