Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1928, Side 40

Eimreiðin - 01.10.1928, Side 40
344 LIFA LÁTNIR? EIMREIDIN gengur síðan í gegnum öll stig þróunarinnar á þroskaferli sínum. Því þróunarkenningin rekur sögu mannsins aftur á frumöld lífsins hér á jörð. Fósturfræðin hefur sömu sögu að segja af þessari Iöngu þróun upp úr lægstu lífmyndum. Líf- fræðingar telja mannkynið þessvegna einn hlutann úr vefnum mikla, lífsvefnum, sem á upptök sín á morgni tímans. Maðurinn er hluti úr þessum marglita vef og sömu lögmálum háður og aðrir hlutar hans. . . . Ef vér höldum því fram, að efnisvana kjarni sé rót lífs vor mannanna, þá verðum vér að láta sömu skýringuna gilda um allar aðrar lífverur alt niður til teygju- dýranna. Ef vér trúum á ódauðleika mannsins, hvernig getum vér þá neitað því, að aðrar lífverur hafi ódauðlega sál? Vér verðum að vera sjálfum oss samkvæmir, hvort sem vér fylgjum ódauðleikakenningunni eða þróunarkenningunni. Hver og einn verður að sýna sannleiksást og hugrekki til hins ýtrasta í jafn mikilvægu máli og hér er um að ræða. Eg hef líkt lífinu við vef í vefstóli tímans. En hver er þá vefarinn? Að því er líffræðingar geta komist næst, vinnur vefstóllinn af sjálfu sér. Þræðirnir vefa sig sjálfir. Mannlegu þræðirnir í vefnum eru þó öðruvísi en aðrir þættir hans að því leyti, að maðurinn einn getur breytt spunanum og gerðinni. Eftir því hvernig þessir mannlegu þræðir spinnast í vefinn og þræðast í skeiðina fer vefnaðurinn í framtíðinni. Vefurinn, sem jurtir og dýr spinna, er margbreytilegur, en er ekki sjálfur geimurinn jafnmargbreytilegur og lifandi? Stjörnufræðingar segja, að sumar stjörnur séu veraldir í smíðum, en aðrar séu veraldir að deyja út. Lögmál sköpunar og hrörnunar er vélrænt í efnisheiminum hér á jörð. Sama er að segja um lögmál þau, er stjörnur himins lúta. — Vér, sem erum að leitast við að kynna oss, hvernig lifandi efnið hagar sér, rekumst þar á alveg sömu vélgengis-lögmálin og eðlisfræðingarnir finna í heimi hinnar dauðu náttúru. Lögmál lifandi efnisins eru afarmarg- brotin, en ekki svo, að það sé ofvaxið mannlegum mætti að fá þau krufin til mergjar. Líffræðingar vita ekki enn, hvenær eða hvernig lífið er fram komið. Þeir þekkja enga skýringu á innri merkingu þess eða úrslitatilgangi. Þeirra aðalstarf er að athuga fyrirbæri náttúrunnar og lýsa þeim samvizkusamlega. Það er þeirra veika hlið, því mannshugurinn er óðfús á að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.