Eimreiðin - 01.10.1928, Síða 41
eimreiðin
LIFA LÁTNIR?
345
öðlast lausn á leyndardómi lífsins og ann sér ekki hvíidar,
unz hann telur sig hafa fengið viðunandi skýringu á þátttöku
sinni í hinu mikla áformi tilverunnar. En einlægur og sjálfum
sér trúr líffræðingur getur ekki sætt sig við neina tvíhyggju
til skýringar á því, sem hann sér og veit um lifandi líkami
manna eða annara lífvera. I hans augum er líkami og sál
eitt og hið sama og óaðskiljanlegt.
Þetta er meginefni greinar Keiths. Svör hans við spurning-
unni um framhald lífsins eru ljós og skýr, það sem þau ná.
En nú skulum vér sjá, hverju R. ]. Campbell hefur að svara
sömu spurningu.
IV.
Reginald John Campbell er maður rúmlega sextugur og
hefur verið prestur við Kristskirkjuna í Viktoríustræti í
Lundúnum síðan árið 1917. Áður var hann prestur við City
Temple, kirkju Kongregationalista í Lundúnum eða á árunum
1903—1915, en gekk árið eftir að hann hætti prédikunarstarfi
bar í hákirkjuna ensku og hefur starfað þar siðan. Hann er
einhver mesti prédikari, sem nú er uppi í Englandi, en hefur
auk þess vakið mikla athygli með bókum sínum um ídvöl
Ommanence) guðs, og haft mikil áhrif á ýmsar skoðanir
’nnan nútímaguðfræðinnar.
Dr. Campbell telur spurningu bréfritarans svo mikilvæga,
eLki að eins fyrir hvern einstakling, heldur og fyrir farsæld
s)álfs þjóðfélagsins þegar hér í heimi, að henni beri að svara
e>ns skýrt og hreinskilnislega og framast sé unt. En hann
telur ástæðulaust að óttast nokkra húsnæðiseklu í ríki himn-
aona, þó að tala framliðinna sé hærri en svo, að unt sé að
Sera sér nokkra grein fyrir henni. Það þurfi ekki annað en
að reyna að gera sér í hugarlund, hvað eitt ljósár þýði, og
minnast þess um leið, að ljósgeislinn er hundruð og þúsundir
Jiósára að berast frá fjarlægum stjörnum geimsins til jarðar-
]nnar, til þess að láta sér skiljast, hve ástæðulaust það sé að
yera að brjóta heilann um, hvort rýmið sé nóg í alheiminum.
Það er meira en nóg rými þar fyrir oss öll, þótt vér sleppum
óllum heilabrotum um fjórðu víðáttuna, bætir hann við. En
t*ó komumst vér ekki hjá því að gera ráð fyrir ósýnilegum