Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1928, Side 47

Eimreiðin - 01.10.1928, Side 47
eimreiðin LIFA LÁTNIR? 351 á annað líf, og allar kynkvíslir jarðarinnar gera það enn þann dag í dag. Þetta sker að vísu ekki úr um sanngildi ódauð- leikakenningarinnar, en svo almenna skoðun meðal alls mann- kyns getur enginn virt að vettugi, eins og hún væri tóm blekking. Eitt er einkennilegt. Fæstir þeirra, sem eiga erfitt með að trúa á ódauðleika sálarinnar, virðast efast um, að efnið (hvað sem það breytilega fyrirbrigði er í raun og veru) haldi áfram að vera til, þó engin meðvitund sé til. En nú þekkjum vér efnið aðeins að svo miklu leyti sem vor eigin hugur hefur getað gert sér grein fyrir því. Að trúa því að efnisheimur sá, sem vér skynjum, haldi áfram að vera til óskynjaður, er í raun og veru sama eins og að segja, að vér getum hugsað oss eitthvað eiga sér stað án þess þetta eitthvað hafi nokkurn- tíma verið hugsað. Hið óhugsanlega er einmitt þetta, að efnið geti verið til án þess að hugurinn sé til, en ekki hitt, að hugurinn geti haldið áfram að lifa án efnis. Aðrir koma með þá mótbáru, að það sé dirfska af mönn- unum, þessum auðvirðilegu tvífætlingum með stundarbólfestm á örlitlum hólma í himingeimnum, að halda sjálfa sig annað en veikar vindbólur á hafi eilífðarinnar eða eins og sævar- froðuna á öldum Atlantshafsins, sem myndast í sífellu til þess að hjaðna aftur og verða að engu. En hér komum vér aftur að því sama. Hver hefur opinberað oss smæð vora nema vér sjálfir? Enginn. Og með því að koma auga á þessa smæð hefur mannshugurinn einnig opinberað sinn eigin mikil- leik. Sérhver könnuður er ætíð meiri en það, sem hann kannar. ]afnvel þótt öfl alheimsins losnuðu úr læðingi til þess- algerlega að tortíma mannkyninu, væri maðurinn samt á sjálfri dauðastundinni meiri en tortímandi öflin umhveríis. Hann mundi vita hvað þau væru að gera. Þau mundu ekki vita það. Eigi nokkuð í tilverunni rétt til að vara að eilífu, þá er það þetta mesta undur alheimsins, sem alt kannar og alt rann- sakar. Sé það ekki eilífs eðlis, hvað er þá eilíft? Enn aðrir koma með þá mótbáru, að ef maðurinn lifi áfram eftir líkamsdauðann, þá hljóti allar lifandi verur að gera hið sama. Ég vildi fremur orða þetta þannig, að sérhver eining, sem fær sé um að öðlast eigin reynslu, lifi áfram, því alt mælir með því, að reynslan sé ódauðleg jafnt í því smæsta
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.