Eimreiðin - 01.10.1928, Page 48
352
LIFA LÁTNIR?
eimreiðin
sem því stærsta. En alt þetta sýnir ekki annað en það, að
sigurinn yfir hinum líkamlega dauða er miklu víðtækari en
vér gerum oss í hugarlund. Hér er því alls ekki um mótbáru
að ræða gegn kenningunni um ódauðleika mannsins, heldur
er þetta staðfesting á henni. . . . En það er í fullu samræmi
við vísindalega reynslu vora að telja persónuleikann hámark
þróunarinnar, og er það því í mesta máta Iíklegt, að sálin eða
hugurinn lifi upplausn þeirra frumeindafylkinga, sem mynda
mannslíkamann.
Eftir að dr. Waterhouse hefur rætt um mótbárurnar gegn
ódauðleikakenningunni og hrakið þær, snýr hann sér að
jákvæðum rökum fyrir trúnni á annað líf. Fyrst telur hann
siðgæðislögmálið í brjóstum mannanna. Sumir mestu hugsuðir
veraldarinnar hafa talið það færa einhverjar veigamestu lík-
urnar fyrir því, að mannssálin sé ódauðleg. I þeim flokki eru
menn eins og Sókrates, Plató, Aristóteles og Kant. Þrá mannsins
eftir siðgæði vísar út yfir þetta líf, og siðgæðishugsjón mannsins
er fjarri því að verða að veruleik hér á jörð. Það liggur
hverjum manni í augum uppi. Kenning Einsteins kann að
varpa skugga á kenningar Euclids og Newtons, en enginn Ein-
stein megnar að róta við þeirri sannfæring vorri, að oss beri að
gera rétt. Aristóteles sagði: »Maðurinn á eftir megni að leitast
við að öðlast ódauðleika, og gera alt sem í hans valdi stendur
til að lifa í samræmi við fegursta þáttinn í eðli sínu. Því þó
að sá þáttur sé ekki ætíð mikill fyrirferðar í samanburði við
aðra þætti sálarlífsins, þá er hann öllu öðru æðri að mætti
og göfgi«. Nái verksvið siðgæðislögmálsins ekki lengra en að
grafarbarminum, þá er það áreiðanlega hvorttveggja í senn,
mikilfenglegasta og þó um leið ófullkomnasta lögmálið, sem
vér þekkjum.
Ef vér gerum oss grein fyrir skapgerð manna, sjáum vér,
að hún grundvallast öll á því, að lífið hljóti að vara áfram. I
flestum af oss býr vísir til mikilla hæfileika, en ef til vill verður
aldrei neitt úr þeim hæfileikum hér í lífi. Níutíu af hundraði
þessara hæfileika vorra verður aldrei annað en vonbrigði og
mistök, en aðeins tíu af hundraði tekst að þroska. Það er
ekki lítill þáttur af oss þetta »alt, sem vér gátum ekki orðið«-
Það er erfitt að ímynda sér allar þessar leyndu vaxtarlindir