Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1928, Blaðsíða 55

Eimreiðin - 01.10.1928, Blaðsíða 55
CIMREIÐIN LIFA LÁTNIR? 359 eðli lífsins og uppruna. Hvernig ætti hann þá að vita um endalok þess. Þó að vísindunum hafi fleygt fram og séu að- dáunarverð orðin, geta þau hvorki skýrt, hvað lífið sé eða frámleitt líf. Vísindin geta ekki skapað veru, sem vex, hugsar, beitir vilja og eykur kyn sitt. Þau gætu sett saman frækorn í réttum efnahlutföllum, en frækornið væri dautt eftir sem áður. Hvað er lífið? Vísindin segja, að heilinn sé lífið, en þetta er fjarstæða. Maður situr og les inni á skrifstofu sinni. Hann fær hjartaslag. Maðurinn er dauður. Hann getur ekki lengur talað, ekki séð eða heyrt eða fundið til eða hreyft sig. Hann getur ekki lengur elskað, eða beitt vilja sínum, og skynsemi hans, þrár og eftirlanganir eru horfnar. Hvað er orðið af ímyndunarafli hans, vitsmunum og minni? Enginn vísindamaður getur svarað því. Sir Arthur Keith veit ekkert um það. Hvað hefur hent heilann. Hann er enn óskertur. Allar frumur hans eru á sínum stað, frumurnar þar sem minnið og vitsmunirnir og venjur og vilji hafði aðsetur. En heilinn er ekki lífið, aðeins starfstæki. Maðurinn er liðið lík. ]á, að vísu, en þó hefur hann hvorki mist neitt af efni eða þyngd. 011 beinin, vöðvarnir og taugarnar eru á sínum stað, þó að þetta starfi ekki lengur. Hversvegna er maðurinn lík? Hvað hefur skilið við líkamann? Heilinn er á sínum stað, en lífið er horfið, persónuleikinn horfinn. Sé maðurinn ekki annað en heili, hvernig getur hann þá hætt að vera til, þó að heilinn haldi áfram að vera til? Hvað var það sem knúði heilann til starfs? Ekkert hefur skilið við líkamann nema lífið. Hvað er þá lífið. Ef vér ekki vitum hvað lífið er, eða hvaðan það er komið og hvert það fer, hvernig getum vér þá verið að koma með allskonar kreddur um endalok þess. . . Bréfritarinn heldur því fram, að skoðun Sir Arthur Keiths hafi skotið mönnum skelk í bringu víða í borgum og þorpum þessa lands. En það er fleira í borgum og þorpum þessa lands en heimspekina dreymir um. Hvað er það, sem kveikt hefur ástarglampann, sem bálar í augum elskendanna? Hvert hverfur það ljós á dauðastundinni? Fyrsta barnið mitt var h'till drengur með Ijómandi skær og falleg augu. Þegar hann dó, vakti ég við vögguna hans. Svo virtist sem hann vaknaði ah í einu af svefni, hann opnaði augun sín skæru og horfði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.