Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1928, Page 56

Eimreiðin - 01.10.1928, Page 56
360 LIFA LÁTNIR? EIMREIDIN á mig, en eftir fáein augnablik voru augun hans brostin, ljósið í þeim dáið, eins og þegar sloknar á Iampa; Hvað var það sem hvarf úr skæru augunum drengsins míns litla? Það eru ekki efnafræðingar og líffræðingar, sem hafa opin- berað oss leyndardóma lífsins og kærleikans, en þeir leyndar- dómar eru til eigi að síður. Bréfritarinn biður um handleiðslu. Ég ráðlegg honum að lesa bók Hudsons prófessors: »Maðurinn, guðs ættar«. Sú bók sannar, að maðurinn sé alt annað og meira en heilinn. Hudson prófessor segir þar meðal annars svo, að eftir þvísem næst verði komist, hafi dýr með heilabúi ekki verið til fyr en komið sé fram yfir miðjan þann tíma, sem liðinn er, síðan líf kom fyrst fram á jörðunni. Á þessari frumöld hafi lægri hryggdýrin fyrst komið fram, en heilinn taki ekki að þroskast fyr en löngu síðar. Hvernig getum vér þá sagt, að heilinn sé aðsetur lífsins, eða »að maðurinn sé sama og heilinn*? Bréfritarinn drepur eitthvað á það, að efnafræðingurinn og líffræðingurinn brosi í kampinn, þegar öndungafyrirbrigði beri á góma. Með allri virðingu fyrir þessum herrum verð ég þó að segja það, að þeir mundu brosa minna, ef þeir vissu meira en þeir vita. Ég er efagjarn maður að eðlisfari. En ég get ekki hrakið þau sannanagögn, sem spíritistar hafa lagt fram fyrir því, að vér höldum áfram að lifa eftir líkamsdauðann. Margir merkir vísindamenn og aðrir málsmetandi menn hafa gerst spíritistar. Vér getum ekki stimplað menn eins og Ruskin, Thackeray, Alfred Russel Wallace, Sir William Crookes, Sir Oliver Lodge og Sir Edward Marshall-Hall fljótfærna og trú- gjarna bjána. Það nær engri átt. Og þegar leita skal sannana fyrir framhaldi lífsins, þá eru spíritistar einu vottarnir, sem geta Iagt fram úrslita-sönnunargögn í málinu. Já, víst er það satt, að það eru engin gögn til gegn því að vér lifum þótt vér deyjum. Sannleikurinn er nefnilega sá, að fyrir hendi eru ótal gögn, sem sanna, að lífið haldi áfram eftir dauðann. Eg ætla mér ekki að fara að boða neinar kenningar, en læt mér nægja að halda þeirri skoðun fram í fullri alvöru, að andar framliðinna lifi áfram og geti skifst á skeytum við vini sína hér á jörð. Ég veit, að þessi skoðun mín er rétt, því hún er bygð á persónulegri reynslu minni. Ég hygg, að bréfritarinn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.