Eimreiðin - 01.10.1928, Síða 56
360
LIFA LÁTNIR?
EIMREIDIN
á mig, en eftir fáein augnablik voru augun hans brostin,
ljósið í þeim dáið, eins og þegar sloknar á Iampa; Hvað var
það sem hvarf úr skæru augunum drengsins míns litla?
Það eru ekki efnafræðingar og líffræðingar, sem hafa opin-
berað oss leyndardóma lífsins og kærleikans, en þeir leyndar-
dómar eru til eigi að síður.
Bréfritarinn biður um handleiðslu. Ég ráðlegg honum að
lesa bók Hudsons prófessors: »Maðurinn, guðs ættar«. Sú
bók sannar, að maðurinn sé alt annað og meira en heilinn.
Hudson prófessor segir þar meðal annars svo, að eftir þvísem næst
verði komist, hafi dýr með heilabúi ekki verið til fyr en komið
sé fram yfir miðjan þann tíma, sem liðinn er, síðan líf kom
fyrst fram á jörðunni. Á þessari frumöld hafi lægri hryggdýrin
fyrst komið fram, en heilinn taki ekki að þroskast fyr en
löngu síðar. Hvernig getum vér þá sagt, að heilinn sé aðsetur
lífsins, eða »að maðurinn sé sama og heilinn*?
Bréfritarinn drepur eitthvað á það, að efnafræðingurinn og
líffræðingurinn brosi í kampinn, þegar öndungafyrirbrigði beri
á góma. Með allri virðingu fyrir þessum herrum verð ég þó
að segja það, að þeir mundu brosa minna, ef þeir vissu meira
en þeir vita. Ég er efagjarn maður að eðlisfari. En ég get
ekki hrakið þau sannanagögn, sem spíritistar hafa lagt fram
fyrir því, að vér höldum áfram að lifa eftir líkamsdauðann. Margir
merkir vísindamenn og aðrir málsmetandi menn hafa gerst
spíritistar. Vér getum ekki stimplað menn eins og Ruskin,
Thackeray, Alfred Russel Wallace, Sir William Crookes, Sir
Oliver Lodge og Sir Edward Marshall-Hall fljótfærna og trú-
gjarna bjána. Það nær engri átt. Og þegar leita skal sannana
fyrir framhaldi lífsins, þá eru spíritistar einu vottarnir, sem
geta Iagt fram úrslita-sönnunargögn í málinu. Já, víst er það
satt, að það eru engin gögn til gegn því að vér lifum þótt
vér deyjum. Sannleikurinn er nefnilega sá, að fyrir hendi eru
ótal gögn, sem sanna, að lífið haldi áfram eftir dauðann. Eg
ætla mér ekki að fara að boða neinar kenningar, en læt mér
nægja að halda þeirri skoðun fram í fullri alvöru, að andar
framliðinna lifi áfram og geti skifst á skeytum við vini sína
hér á jörð. Ég veit, að þessi skoðun mín er rétt, því hún er
bygð á persónulegri reynslu minni. Ég hygg, að bréfritarinn