Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1928, Qupperneq 60

Eimreiðin - 01.10.1928, Qupperneq 60
364 LIFA LÁTNIR? EIMREIDIN sé hættur að verka á efnið, er ekkert frábrugðin svo mörgum öðrum erfiðum viðfangsefnum vísindanna að því leyti, að leiðin til lausnar er að rannsaka og leita sönnunargagna. I fljótu bragði sýnast að vísu öll vandkvæði á því, að hægt sé að fá nokkur sönnunargögn, því hvort sem er um bein eða óbein sönnunargögn að ræða, fást þau aðeins í gegnum lífrænar efnisheildir, sem hægt er að skynja. Og þar sem einstakling- urinn hverfur skynheimi vorum í dauðanum, hefði mátt ætla, að girt væri fyrir alla frekari rannsókn um afdrif hans; í því atriði yrðu menn að láta sér nægja með trúna eingöngu og skynsamlegar ályktanir. En nú hefur það komið í ljós, að efnisvana andar, þ. e. a. s. menn, sem eru án líkama sinna, hafa fundið og notað Iifandi tæki eða líkami annara, og getað komið skeytum gegnum þá. Hæfileiki sá til sambands, sem vér nefnum miðils- gáfu, er undraverður og hefur vafalaust ávalt verið til með sumum mönnum, þó að það sé nú fyrst á vorum tímum, sem vísindin hafa veitt honum athygli fyrir alvöru. Það er því engin furða, þó að almenningur hafi ekki ennþá áttað sig til fulls á því, hvað hér er á ferðinni. En þeir, sem hafa kynt sér málið, hafa komist að raun um, að til eru lifandi verur, menn, sem geta rýmt úr líkama sínum eða einhverjum hluta hans, — oft með því að fara í svonefnt sambandsástand, — og hleypt þar að um stundarsakir öðrum vitsmunaverum, eða að minsta kosti leyft þeim að hafa sjálfstæð áhrif á heilann og taugakerfið. Það voru fjarhrifafyrirbrigðin svonefndu sem komu mönnum á rekspöl með að rannsaka þessi efni, en síðan hefur þeim rannsóknum fleygt fram, og nú kemur það tíðum fyrir, að framliðnir menn geti fyrir milligöngu miðla komist í samband við oss hér á jörðunni. Þeir flytja þaer fregnir — hvort sem vér nú trúum þeim eða ekki — að þeir lifi áfram í veröld alveg eins áþreifanlegri og vér lifum í. Þeir segjast halda öllum sínum fyrri eiginleikum, skynsemi sinni, minni, skapgerð allri og tilhneigingum. Þeir segjast hafa hitt aftur ástvini sína, er á undan voru farnir. Þeir segjast enn- fremur taka þátt í sorg þeirra, sem eftir urðu og þá langi til að mýkja hana. Þeir eru yfir höfuð mjög líkir sjálfum sér eftir sem áður, hafa einhverskonar líkama áfram, þótt ekki se
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.