Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1928, Síða 61

Eimreiðin - 01.10.1928, Síða 61
EIMREIÐIN LIFA LÁTNIR? 365 hann úr jarðnesku efni, og starfa áfram eftir mætti og með fullri meðvitund, að meiri þroska sjálfra sín og í vaxandi kær- leika og samúð. Meðal annars halda þeir látnu því fram, að þeir fylgist talsvert með í því, sem gerist hér á jörðunni, og haldi áfram að hafa áhuga fyrir málefnum hennar, einkum fylgist þeir með í gleði og sorgum ástvina sinna og geti jafnvel hjálpað oss og leiðbeint, ef vér leggjum fram nauðsynleg skilyrði til þess. Þeir skýra oss frá störfum sínum og réttindum, framförum sínum í ýmsum greinum, og þeir skýra frá því, að stundum komi fyrir, að þeim sé leyft að heimsækja enn æðri tilveru- svið en þau, sem þeir byggja. Á þessum æðri sviðum verði þeir fyrir blessunarríkum áhrifum frá voldugum verum, sem séu komnar langtum lengra á veginum til fullkomnunar en vér mennirnir getum gert oss í hugarlund á því þroskastigi, sem vér stöndum á. Þeir virðast því hafa komið auga á einhvern stórfeldan tilgang í alheiminum, tilgang, sem jafnvel vér og þeir, þótt smáir séum, getum tekið þátt í og greitt fyrir. Þeir brýna fyrir oss að ástunda kærleika og fórnfýsi og þjónustu- bundna hollustu og hvetja oss til að bregðast aldrei grund- vallarhugsjónum trúarbragðanna. Þeir kunna að harma ýms dapurleg atvik, sem fyrir koma, eins og t. d. það, að barn deyr áður en það hefur náð þroska. En það er vel vakað yfir börnunum, sem deyja ung. Þau fá að þroskast í góðu og heilnæmu umhverfi. Ástríkar verur eru þar, eins og hér, sem Segna þeirri skyldu með gleði að líta eftir þeim. Almennasta viðkvæðið er þetta, að skilyrðin séu þar hvergi nærri eins ólík þeim, sem vér eigum við að búa hér, eins og oss hættir til að álíta. Sannleikurinn er sá, að vér erum svo fjötruð af skynjunum vorum, sem eingöngu eru bundnar við efnisheiminn, að oss haettir við að leggja of mikið upp úr þeim en gleyma því jafnframt, að í dularfullum regindjúpum geimsins er efnið aðeins á víð og dreif í tiltölulega strjálum heildum og með ^öngu millibili, þar sem rúmið er aftur á móti fult af ljósvaka, sam hefur að geyma takmarkalausar birgðir orku. Ljósvakinn er því margfalt mikilvægari en efnið, og sú skoðun er að ^sta æ beíur og betur rætur, að í honum séu hin eiginlegu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.