Eimreiðin - 01.10.1928, Qupperneq 66
370 NOKKUR ORÐ UM STÖFUN EIMREIÐIN
lestrarkenslunni í upphafi. Og tek ég þá fyrst fram, að miklu
varðar, að barnið læri að nefna stafinn rétt.
Stafir skiftast í tvo flokka: hljóðstafi eða raddstafi og sam-
hljóða.
Raddstafir eru sumir grannir, sumir breiðir. Verður að gera
glöggan og skýran mun á þeim, mun á a og á, mun á i og í,
mun á o og ó, mun á u og ú. Þá skal venja börnin sérstak-
lega á að gera þegar skýran og réttan mun á e og / og ö
og u eða nefna hvorn stafinn um sig sínu rétta nafni. Þá
skal gera mun á y og ý, og kalla fyrri stafinn i og seinni
stafinn /.
Þá koma samhljóðar. Þeir eru svo kallaðir af því, að
þeir verða tæplega nefndir hver um sig, og alls ekki
tveir eða fleiri saman, nema raddstafur sé með um Ieið.
Samhljóðarnir eru: b, d, ð, f, g, h, j, k, 1, m, n, p, r, s, t, v,
x, z, þ. Nöfn á samhljóðum hafa frá alda öðli verið mjöS
mismunandi og ólík því hljóði, er hver stafur hefur í atkvæði-
Hebreskan hefur sín nöfn, grískan önnur, og yngri tungurnar
enn önnur. I íslenzku eru nöfn samhljóða enn í dag sundur-
leit og samræmislaus. Slík eru nöfnin á samhljóðum í öllum
íslenzkum stöfunarkverum, sem ég hef kynst, nema Laufeyjar-
Raddhljóðið, sem notað er við framburð á nöfnum samhljóð-
anna, er haft aftan við þessa stafi: b, d, g, h, k, p, t, með
viðbættu j, í flestum tilfellum. Framan við þessa stafi er radd-
hljóðið haft: f, 1, m, n, r, s, x, og um leið er samhljóðinn
tvöfaldaður, þ. e. eff en ekki: ef, o. s. frv. Og sumir samhljóðar
eru nefndir með því nafni eða hljóði, sem litla eða enga lík'
ingu ber af því hljóði, sem samhljóðinn fær í atkvæðinu. Svo
er um samhljóðana: j, v, z og þ. Þetta ósamræmi milli nafna
samhljóðanna, þessi óeðlilegu og í raun og veru röngu nöfn
á þeim hljóta að tefja feikilega mikið fyrir lestrarnáminu og
gera það miklu erfiðara og leiðinlegra en vera þyrfti.
Til að bæta úr þessu og fá fullkomið samræmi tnill'
nafna samhljóðanna, og til að venja barnið, sem stafar og
kveður að, á að nefna samhljóðana sínu eðlilega og rétta
nafni og bera þá fram með sínu eðlilega og rétta hljóði, þar^
ekki annað en að skeyta stutt raddhljóð aftan við samhljóÖ-
ann. Þetta raddhljóð vil ég að sé a. Fyrstu hljóðin rödduðu,