Eimreiðin - 01.10.1928, Qupperneq 70
EIMREIÐIN
Viðarkol.
Eru kóngsmenn komnir á skóg?
Vísf er svo.
Hvað eru þeir að gera þar?
Höggva við og brenna kol.
Þetta eru spurningar og tilsvör úr
ævagömlum íslenzkum drengjaleik og
sýna glögglega, hversu skógarhögg og
kolabrensla var samgróið atvinnuháttum
þjóðarinnar.
Drengjum kom ekki til hugar, að
nokkrir menn, hvort sem þeir voru
kóngsmenn eða ekki, gætu átt annað
erindi í skóg en að höggva hann og
brenna kol af viðnum, enda er það
sannast, að íslendingar hafa hlotið að
ganga allrösklega að því, frá því fyrst
að þeir námu hér Iand. Er naumast
rétt að áfella þá fyrir það, því þeim
var næstum sá einn kostur, þó að nauðugur væri.
Þar sem ekki var kostur á rekavið, sem mjög víða hlaut
að vera sökum staðhátía, var eigi annars að neyta til hita >
húsum og til matelda en skógarviðar, sem til allrar hamingiu
var nægð af, því víst hefur það satt verið, að landið var víða
skógi vaxið milli fjalls og fjöru. Annars hefði skógarnir ekki
þolað hina takmarkalausu rányrkju í tíu aldir. Er mesta undur,
að nokkur einasta aðgengileg hrísla skyldi vera uppi standandf
eftir þann tíma á landinu.
Það segir sig sjálft, að býsna mikið af skógarviði hefur
þurft til máleldanna, þar sem ekki var öðru að brenna,
sauðatað — skán — ekki til. Sauðfé'gekk úti, og mykja naut-
penings var borin á völl, eins og íslendingasögur sýna, til
þess að fá betra gras — töðu af taði. En til þess að fá töðuna
enn betri, einkum af hálendi, fann Njáll upp á því að aka