Eimreiðin - 01.10.1928, Blaðsíða 72
376
VIÐARKOL
eimreidin
lýsingu aí kolagerðinni og notkun kolanna um 1874 á Suður-
landi, er sennilega hefur verið með líkum hætti um alt land
frá fornöld, nema þá alt stórfeldara, og kolin þá brend í
skóginum, en eigi heima.
A haustin eftir fyrstu réttir hófust skógarferðirnar. Menn
sammældu sig til þeirra eftir ástæðum, og höfðu svo marga
klyfjahesta, er þurfa þótti, ef skógarhöggið var ótakmarkað,
sem þá var nú orðið óvíða. Flestir urðu að kaupa skóginn.
Var víst verð greitt fyrir að mega höggva hestburðinn. Fór það
eftir gæðum viðarins, en algengast voru það 5 fiskar og þaðan
af minna. Nokkrar jarðir áttu sjálfar skóg á landeign sinni,
og einstöku jörðum fylgdu skógarítök á fjarlægum stöðum,
annaðhvort heilar torfur (Vatnsdalstorfa, Hofstorfa o. fl.) eða
þá ákveðið hestburðatal. Þetta voru upphaflega gjafir frá guð-
hræddum mönnum til kirkna eða bænahúsa, er þá voru á
jörðum þessum. Þeir, sem áttu hina stærri skóga eða stór
ítök, gátu höggvið eftir vild og selt öðrum, sem ekkert tilkall
áttu til skógar, og það voru langflestir, sem ekki áttu það.
Sumstaðar áttu heilar sveitir skóg saman, ef hann lá í afréttar-
landi þeirra. Fóru þá ítök hverrar jarðar eftir hundraðatah
hennar, miðað við hestburði.
Á Suðurlandsundirlendinu er óvíða lengra til skógar en
dagleið með lest, en víða þurfti yfir vötn að fara og þau
stór, svo sem Markarfljót og Þjórsá, er farið var í Skriðu-
fellsskóg. Var Þjórsá þá riðin á Gaykshöfða- eða Haga-vaði-
Þófti hún oft all-ill yfirferðar, bæði djúp, straumþung og stak-
steinótt.
Þegar komið var í skóginn, tóku menn að viða —- högsva
— af kappi, en hvað fljótt það gekk fór eftir ýmsum kring'
umstæðum, svo sem því, hvað mikið skyldi viða, hversu skóg-
urinn var þéttur, menn duglegir, veður hentugt, o. fl. Engir
voru umsjónarmenn eða neinar reglur um, hversu höggva
skyldi, en ætlast var til, að hver hrísla væri höggvin á snið,
og öxin væri blaðþunn og biti vel, til þess að rótarstúfurinn
— stofninn — merðist eigi eða rifnaði, en væri sléttur og
hallur, svo vatn gæti ekki gengið í hann og valdið fúa. Að
vísu þótti ekki gott að rjóðurfella stórar spildur, en ekki var
samt horft í það, ef svo stóð á, að það þótti að einhverju