Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1928, Side 77

Eimreiðin - 01.10.1928, Side 77
eimreiðin VIÐARKOL 381 klappaðir kaldir, en teknir fram eins og hinir, er þess þurfti, þar til að þeir voru eigi orðnir nema spík ein. Ljábrýnin voru steinbrýni, er fengust í verzlunum eins og nú. Voru þau klofin eftir þörfum, en þóttu betri, ef þau voru brend. Var það gert í lítilli holu á líkan hátt og kol, en elds- neytið þótti bezt að væri þur mosi eða reiðingur. Þau urðu að hitna hægt og kólna seint, annars duttu þau í mola, en heppnaðist brenslan, urðu þau jafnmjúk og brýndu vel. Elzti sláttuljár, sem ég hef séð, var ákaflega úrréttur, og á enda þjósins var hak eða lítill broddur, sem gekk inn í orfið til að stöðva ljáinn, sem þá var festur í orfið með Ijábönd- unum, sem voru ólar úr ósútuðu leðri. En horn eða bein- fleygar voru reknir sinn hvoru megin þjósins — kverk- og hnakkafleygar — til þess að festa hann nægiiega. Nærri má geta, að eigi hefur verið auðvelt að binda þessi ólarljábönd í vætu svo vel, að ljárinn yrði ekki laus í, eða að leysa þau í þurki, og hvorttveggja hefur hlotið að vera ærið tafsamt. Ljáböndin munu hafa lagst niður um 1825—30. Faðir minn, sem var fæddur 1815, mundi þau vel og notaði, er hann laerði slátt, líklega 8 ára. Og nokkuð eftir aldamótin hafa þau l'ðkast á Norðurlandi, því þá kveður Bólu-Hjálmar: „Skær þegar sólin skín á pólinn, skurnar ól vid spíkarþjó. “ Mér er ekki kunnugt um, hvort orfhólkarnir eru íslenzk uppfundning eða komnir frá útlöndum, sem ég tel þó líklegra, en hvort heldur er og hver sem hefur innleitt þá, hefur það verið til mikils hagræðis við sláttinn. Arið 1867 er merkisár í sögu íslenzka landbúnaðarins og skóganna. Þá kemur hinn nafnfrægi atorku- og hæfileikamaður Torfi Bjarnason, síðar skólastjóri í Ólafsdal, frá námi í Skot- landi og hafði meðferðis nýja tegund af ljáum, eða réttara Sa9t ljáblöðum, sem svo þurfti að smíða bakka á. Hafði hann hynst þesskonar ljáum í Skotlandi, en lét laga þá eftir íslenzk- um staðháttum. Eru það hinir svokölluðu skozku Ijáir, sem með lítilsháttar síðari breytingum, eru notaðir enn í dag. Það drógst þó nokkur ár, að ljáir þessir næðu almennri utbreiðslu, meðfram af venjulegri fastheldni eldri manna við
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.