Eimreiðin - 01.10.1928, Side 78
382
VIÐARKOL
eimreiðin
fornar venjur, og einnig af því, að hinir nýju ljáir þóttu þyngri
og stirðari í slætti en þeir gömlu og þar að auki ótraustari.
Þeir voru í fyrstu mjög harðir, og sökum þess brotnuðu þeir,
ef þeir mættu nokkru misjöfnu. Þurfti þá að tinkveikja bót
yfir brestinn — lappa ljáinn — fór það oft misjafnlega vel.
Eigi var tiltök að klappa þessa Ijái sökum hörku. Voru þeir
því lagðir á hverfistein, en miklu var það sjaldnar gert en nú,
því þeir þyknuðu miklu seinna. Bitið var ekki mjúkt, en skarpt
og hélzt lengi.
Brýnt var með svokölluðu sandbrýni, var það ferstrend
flöt smáspýta, sem límdur var á sandur af mjög hörðum
steintegundum, máttu þau ekki blotna, og því geymdu menn
þau í barmi sínum, er þeir slógu.
Nokkrum árum síðar lét Torfi Bjarnason enn smíða ljái í
Skotlandi með öðru lagi. Voru það einjárnungar úr góðu stáli.
Þurfti því ekki að smíða á þá bakka eins og hina, en þjóið
var fest á þá með skrúfaðri ró. Voru þeir því kallaðir ýmist
skrúfuljáir eða Torfaljáir. Ljáir þessir voru nokkuð stirðir, en
bitu í fyrstu ágæta vel, urðu þó ekki langæir, helzt sökum
þess að skrúfurnar entust illa, en þær þurfti oft að hreyfa til
þess að leggja ljáinn upp og niður, eftir jarðlagi. Þessa ljái
mátti klappa, en þeir náðu aldrei almennri útbreiðslu.
Skozku ljáirnir höfðu svo mikla kosti fram yfir gömlu
íslenzku ljáina — þrátt fyrir smágalla — að heyjaaflinn óx
stórum við notkun þeirra, og vafalaust markaði Torfi Bjarna-
son með þeim stærsta sporið í íslenzkum landbúnaði á síðasi
liðinni öld. Og víst er það, að honum eiga íslenzku skógarnir,
eða skógarleifarnar, líf sitt að þakka, því nú fengu þeir frið
fyrir kolabrenslunni. Dengsla ljáanna hætti. Búnaðarfélag
íslands ætti fyrir löngu að vera búið að láta gera af eiri
líkneski þessa merkismanns, og setja það á viðeigandi fagran
stað, til maklegrar minningar um þefta starf hans, auk hinna
annara margþættu og heillaríku staría hans í þarfir íslenzka
landbúnaðarins. Þeir menn, sem verja kröftum sínum til að
bæta og prýða landið, græða sár þess og hefta útbreiðslu
þeirra, svo sem Torfi Bjarnason og nú Gunnlaugur sandgræðslU'
maður Kristmundsson o. fl. — þeir eru áreiðanlega í mjoS
náinni samvinnu við skaparann, enda sézt oft, að sérstök
blessun hans fylgir verkum þeirra. Þessir menn eru sannir
velgerðarmenn þjóðarinnar, og eiga skilið heiður og þökk
allra íslendinga, fæddra og ófæddra.
Uin 1874 munu hinir nýju Ijáir hafa verið búnir að ná fulln
útbreiðslu, en gömlu samsuðuljáirnir lagðir niður, og með þein1
dengslan, og það sem til hennar þurfti.
Viðarkolagerðinni var lokið. Oddur Oddsson.