Eimreiðin - 01.10.1928, Qupperneq 82
386
RÍKIÐ OQ BÆKURNAR
EIMREIÐIN
á Rússlandi skrifaði aðsópsmesti bókmentafræðingur þjóðar-
innar, Belinskij, sköruglega grein um það, að rússneskar bók-
mentir væru alls ekki til, af þeirri einföldu ástæðu, að Rússar
væru alt of mentunarlausir, sljóir og andlausir til þess að geta
framleitt verðmæta list. Norður í íslenzka fásinninu setjast
menn drembilega á dómstólinn og kveða upp áfellisdóm yfir
andlegu lífi þjóðar sinnar, hún ber ekki skyn á bókmentir, er
sljó, þröngsýn og þar fram eftir götunum. Um sama leyti er
mentamaður suður á Indlandi að útskýra það með aðdáun,
hvað skáldskapur og skáldskaparhneigð Islendinga sé merki-
legt menningarfyrirbrigði. Háskólakennari vestur í Ameríku
skrifar lærða ritgerð til þess að sýna það, að íslendingar séu
einhver kj^rnmesta þjóð heimsins, og einhver þýzkur dokfor
segir, að Island eigi að verða hið heilaga pílagrímsland allra
Germana. Þjóðkunnur Norðmaður sagði nýlega, að þegar
hann var aðþrengdur af smáborgaraskap og þröngsýni heima-
fyrir þá gladdi það hann mest að kynnast óvenjulegu víðsýni
og menningarbrag Islendinga. Svona má lengi telja. íslendingar
eru hvattir til þess að taka sér til fyrirmyndar erlenda list og
aðra menningu, m. a. í Danmörku. Þegar þangað kemur, er
þar fyrir Georg Brandes, sem Kristján Albertson segir að
verið hafi »gáfaðasti og mentaðasti bókmentafræðingur heims-
ins«, og segir, að hjá Dönum fáist ekki annað en »stum
kunst^eller dum kunst«. Svona er það alstaðar. Stórþjóðunum,
sem Islendingar eiga að taka sér til fyrirmyndar, er heima
fyrir núið um nasir sömu ávirðingunum og sjálfum þeim. Þetta
má vel vera þarft og rétt. En eins og hr. Kristján Albertson
hefur beitt því við íslenzka menningu er það hvorugt. Hann
segir alt og ekkert. Það nær engri átt að ætla að gera þess-
háttar lausalopalegar »æstetiskar« handahófshugleiðingar að
grundvelli undir víðtækum og fjárfrekum framkvæmdum. Þvi
jafnvel þótt til sanns vegar megi færa eitthvað í lýsingum hans
á íslenzkum þjóðareinkennum pá hefur hann ekki leitt að því
neinar líkur, að þau einkenni hafi nokkur áhrif á íslenzka
bókaútgáfu, sem hér er aðalatriðið.
Svipuðu máli gegnir um skrif dr. Sigurðar Nordal um
»alþýðiu|ienninguna« í þessu sambandi. Það er ekki að neinu
leyti nytt eða sérkennilegt fyrir hans afstöðu, að vilja »auka
bókakost alþýðu«. En hinsvegar hafa verið nokkuð sérstakar
skoðanir hans á því, hversvegna og hvernig eigi að 9era
þetta. Hann vill sem sé, að ríkið sjálft auki bókaútgáfuna, en
minki skólana. Hann hcfur jafnvel komist svo að orði, að þae
sé »uppreisn gegn forlögunum og staðháttunum« að viþa
koma upp barnaskólum. Reyndar vill svo til, að þrátt fyrir
ýmislegt skynsamlegt og ennþá fleira af áferðarfallegum en