Eimreiðin - 01.10.1928, Page 85
eimreiðin
RÍKIÐ OQ BÆKURNAR
389
og er mismunandi um ýmsar bækur. Það yrði flókið mál og
nokkuð teygjanlegt að setja fram marga slika sundurliðaða
reikninga. Einfaldast og öruggast væri, að bera ríkisforlagið
saman við raunverulegan reksturskostnað einhvers útgáfufyrir-
tækis, sem til er, og bókaverð þess. En þar sem Kristján
Albertson hefur haldið því fram — án þess að sanna það —
að bókaverð útgefendanna sé yfirleitt of hátt, þá er rétt, til
þess að fyrirbyggja allan misskilning um það, að hallað sé á
ríkisforlagið, að draga ekki dæmi af því, þótt vel mætti svo
vera. En þá er vel séð fyrir samanburðinum frá sjónarmiði
ríkisforlagsins, ef unt er að bera það saman við útgáfufyrir-
tæki, sem eiga að vera rekin hagnaðarlaust, ekki sízt, ef þeim
fyrirtækjum stjórna menn, sem Kristján Albertson sjálfur ber
traust til. Nú vill svo heppilega til, að endurskoðaðir reikn-
ingar slíkra útgáfufyrirtækja eru aðgengilegir og það einmitt
reikningar fyrirtækja, sem þeir menn hafa fjallað um, sem
Kristján Albertson hefur sjálfur nefnt sem fyrirmyndar fram-
kvæmdastjóra ríkisforlags. Eg á við Bókmentafélagið og Þjóð-
vinafélagið. Hjá Þjóðvinafélaginu koma einnig til samanburðar
útgáfur, sem stjórnað er af öðrum tillögumanni ríkisforlagsins,
dr. Sigurði Nordal, og áttu að verða að einskonar framkvæmd
í smáum stíl á hinum upphaflegu þýðingatillögum hans, og
hlutu all-ríflegan ríkisstyrk. Hagfeldari samanburð (og kær-
komnari?) getur Kristján Albertson ekki fengið.
Ef byrjað er á því að miða við t. d. lausasöluverðið á And-
vara (1928, 7 arkir á 3 kr.), þá ætti hver bók ríkisforlagsins
að kosta kr. 6.45, en ekki kr. 2 — eða árgangurinn 116 kr.
eða 80 kr. meira en Kristján Albertson ráðgerir. Ef miðað
er við lausasöluverð Skírnis, ætti árgangur ríkisforlagsbókanna
að kosta (Skírnir hefur verið dálítið misstór) c. 216—234 kr.
eða 180—198 kr. meira en Kristján Albertson áætlar. En nú
sr ekki rétt, þótt fróðlegt sé, að miða eingöngu við lausasölu-
verðið, því Bókmentafélagið setur það viljandi nokkuð hátt,
byí það vill heldur fasta félaga en lausaviðskifti. Þessvegna er
rétt að bera áskriftarverðið í ríkisforlagsáætlun Kristjáns Al-
bertson saman við áskriftarverð Bókmentafélagsins (10 kr.).
Útgáfumagn Bókmentafélagsins er allmisjafnt og veHur ekki
|inungis á áskriftargjöldum, en einnig á aðkomandi siyrkjum.
1 ár eru gefnar út 33 arkir, en einnig hefur verið gefið út
minna. En hér verður miðað við hærri töluna og hagkvæm-
ari fyrir Kristján Albertson. Samkvæmt áskriftarverði Bók-
fnentafélagsins ættu ríkisforlagsbækurnar að kosta c. kr. 4.65
hver, eða kr. 83 — 84 á ári, eða kr. 48 meira en Kristján Albert-
son segir. Og þó er það aðgætandi, að þá er ekkert tillit til
Þess tekið, að Bókmentafélagið fær að jafnaði nokkura út-