Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1928, Page 94

Eimreiðin - 01.10.1928, Page 94
398 RÍKIÐ OQ BÆKURNAR EIMREIÐIN borgara eða öreiga, hefur haft af andlegu lífi í hinum »ilmandi löndum* hámenningarinnar á síðustu árum, eru þau, að svifta Georg Brandes málfrelsi, að senda Unamuno í útlegð og Ðertrand Russel í fangelsi, að gera Trotsky landflótta, að setja Anatole France í forboð og Theodor Dreiser, Upton Sinclaire og H. G. Wells á svartan lista, sem svívirðilega höfunda. Að sjálfsögðu eru þessi dæmi ekki nefnd til þess að gefa það í skyn, að íslenzkt ríkisforlag mundi senda höfunda í fangelsi eða útlegð. Það hefur verið stiklað á þeim m. a. til þess að verða ofurlítið við cskinni um það, að opna íslenzku mentunar- leysi dálitla útsýn um dýrð heimsmenningarinnar og svo til þess að minna menn ofurlítið á þann sannleika, sem viður- kendur er í orði kveðnu, jafnt af kapitalistum og kommúnist- um, að andlegt líf á að vera frjálst. Þótt íslenzkt ríkisforlag hefði ekki þau völd eða áhrif, sem nú voru nefnd, mundi það verða mjög valdamikið, samkvaemt ráðagerð Kristjáns Albertson. Það hefði einsamalt yfir að ráða ókeypis margfalt meiru fé en öll bókaútgáfa landsins hefur nú með ærnum kostnaði. Forstjóri þess yrði næsta einvaldur um bókakost þjóðarinnar, ef fyrirtækið hepnaðist. Það hefði í reyndinni á hendi einskonar ritskoðun (censur) og Kristján Albertson gerir sjálfur ráð fyrir því, þegar hann lýsir verk- efni forlagsstjórnarinnar þannig, að hún »velji bækurnar, sem íslenzka þjóðin ætti að lesa«, eða segir, að þær bækur, sem »mættu missa sig« (að hans áliti), mundu »stranda á synjun ríkisforlagsins«. Það væri á engan hátt æskilegt að fá mest- allan bókakost þjóðarinnar steyptan í eins manns móti, hvort sem sá maður væri leiðtogi ríkisforlags, bókmentafélags eða einkaforlags. Sigurður Nordal, sem Kristján Albertson nefnir m. a. til þessa út í bláinn, mundi alls ekki vinna það viðunan- legar en margir aðrir, ef dæma má eftir þeim viðtökum, sem ýmsar útgáfur hans og dómar um íslenzkar nútímabókmentir hafa hlotið. Islenzk bókaútgáfa og bóksala stendur sjálfsagt til bóta á ýmsan hátt. En tillögur Kristjáns Albertson bæta hana ekki. En úr því talað er um ríkisforlag og skipulag á æðra menta- lífi, því er þetta þá ekki látið ná lengra en til bókaútgáfunnar? Því eru t. d. blöðin ekki dregin undir blessunarrík uppeldis- áhrif mentunarinnar, vitsins og víðsýninnar í ríkisforlaginu? Flokksblöðin þyrftu sjálfsagt fremur að komast í laug endur- fæðingarinnar en flest bókaforlögin. Vmislegt sfendur eflaust til bóta um blaðaútgáfuna. Væri ekki viðkunnanlegt, að gera einhvern »fremsta mentaírömuð« landsins að yfirritstjóra allra blaðanna? Mundi Kristjáni Albertson ekki þykja sannleikanum í landinu vel borgið, ef t. d. Jónas jónsson liti eftir því, hvernig
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.