Eimreiðin - 01.07.1930, Page 17
eimreiðin
Á Þingvöllum 1930.
i.
Til þín, vor Guð, sem ræður lögum lýða,
vor líkn og hlíf í siríði allra tíða,
af helgri jörð vér hefjum vora raust.
Við hjarta þitt skal þrautum öllum gleyma
í þínu skjóli sigurdjásnin geyma.
Vor hagsæld er í hendi þinni traust.
Til þín skal hefjast hrein og sterk
hver hugsjón vor og framaverk.
Hér Iyftist bergið hátt úr eimi og eldi,
hér angar moldin fram að tímans kveldi,
sú mold, er geymir mæðra og feðra spor.
í bergsins turnum horfna tímans hallir
við himin gnæfa. — Komi allir, allir,
sem báru á herðum bitur örlög vor,
með vitnisburð um vaska þjóð,
sem vörð í tíu aldir stóð.
II.
Hér námu landið spakar hávahirðir.
f heiðnum dómi skinu lönd og firðir.
f heiðnum dómi hófst vor saga og líf.
f dag skal minnast Drcttins sendiboða,
sem djúpið gengu og leiddu knerri úr voða
og feðrum okkar fengu sverð og hlíf,
og lögðu heill á bæ og bygð
og báru hingað fremd og dygð.
Þeim ber að gjalda þökk og þjóðarhylli,
í þeirra skauti óx vor kappa-snilli,
1 þeirra skauti hófst vort helga þing.
15