Eimreiðin - 01.07.1930, Side 18
226
Á ÞINGV0LLUM 1930
EIMREIÐIN
Frá goðastöllum Olfljóts augu vaka,
og arfurinn frá landi Þorleifs spaka
er geymdur hverjum góðum íslending.
Og Ingólfs traust á Óðni og Þór
var íslands gifta, rík og stór.
III.
Það komu tímar, tímar sorga og sára,
en svellin máðust þeirra jökulára,
og enn varð bjart um alt vort gamla Frón.
í fylking gengu fullhugarnir ungu
með fægðan skjöldinn, sverð og nýja tungu,
og alt var feigt, sem alið hafði tjón.
Og þá kom hann, sem hörpu sló,
svo Hulda lék í bergi og mó.
í sumartign og æsku land vort ljómar.
í iofti gjalla vorsins sigurhljómar.
í röðulbirtu rís hvert gras úr mold.
Og eyðimörk í akurlond og skóga
er óðum breytt, því nú er alt að gróa.
Um víða jörð er fegri engin fold:
með héraðsból við heiðahring,
og haf og firði alt í kring.
IV.
Um frelsi vort til frama stríð vér háðum.
Vor fáni skín mót þúsund alda dáðum.
Á feld hans aldrei dreyrði banablóð.
Svo vítt um höf, sem vegir flotans liggja,
svo vítt um jörð, sem frónskir lýðir byggja,
ber hátt þitt merki, hugumstóra þjóð!
Og kom svo heil með storm og stríð
og stóra dáð, þú nýja ííð!
]ón Magnússon.