Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1930, Síða 20

Eimreiðin - 01.07.1930, Síða 20
228 ÞÝZK SKÁLD EIMREIÐiN þjóðfélagi á snillin, ágætið, fegurðin, krafturinn hvergi frið- land. Zivilisation táknar hnignun, eyðileggingu alls þroska og vaxtar mannkynsins. Frá rússnesku skáldunum Tolstoj og Dostojevski kom einnig hörð árás á borgaralega menningu. Qegn henni tefldu þeir innri menningu (kultur), trú og kærleika. Það er ekki nóg að hugsa sem svo, að Thomas Mann hafi orðið fyrir áhrifum frá þessum snillingum. Menn verða að skilja, að hann hefur lifað hugsanir þeirra og verk. Hann hefur blandað blóði við þá, orðið líf af þeirra lífi. Andi þeirra lifir áfram í verkum hans, þar má heyra raddir þessara manna, sjá lífsskoðanir þeirra heyja baráttu. Það er óhjá- kvæmilegt að gera sér þetta ljóst. Með því er ekki geri lítið úr borgaralegu uppeldi hans né foreldraarfinum, insta kjarn- anum í eðli hans og verkum. Á hitt ber einmitt að líta, að samtímis því að borgaramenningin er vegin og léttvæg fundin af mestu skáldum aldarinnar, kemur fram úr borgarastéttinni borgari og skáld, maður, sem felur í sér tvær höfuðands.tæður samtímans. Afstöðu hans er mjög merkilegt að veita athygli. Hér verður einkum leitast við að varpa ljósi á hana. Thomas Mann gat ekki tekið undir með þeim, sem réðust á menningu borgaranna. Eins og hann sjálfur hafði kynst henni, fanst honum hún langt frá því að vera ímynd hrörn- unar og hnignunar með mannkyninu. Fyrir Nietzsche höfðu mikilmennin, snillingarnir, listamennirnir, skáldin verið fulltrúar hins sanna lífs. Fyrir Thomas Mann verða það aftur á móti borgararnir: hinir lífsglöðu, hamingjusömu, einföldu, einlyndu, hraustu og heilbrigðu. Þeirra er lífsmagnið, fjörið; það eru þeir, sem í raun og veru lifa lífinu. Með augum Schopen- hauers leit hann á listamanninn sem viljalausan, hlutlausan áhorfanda lífsins. En slíkan mann gat hann ekki tilbeðið. Listin sem áhorfandi Iífsins gat ekki orðið fagnaðarboðskapur fyrir hann. Skáldin og listamennirnir verða í verkum hans ímynd hnignunar, sjúkdóms og dauða. Að áliti Thomasar Manns er borgaramenningin ekki lífinu fjandsamleg, þvert á móti: þar vaxa menn og þroskast eðlilega, spretta eins og jurt, þar lifa menn. Hnignun borgaramenningarinnar táknar upplausn hamingjunnar, upplausn lífsins.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.