Eimreiðin - 01.07.1930, Síða 21
EIMREIÐJN
ÞVZK SKÁLD
229
I frægustu skáldsögu sinni, Buddenbrooks, er hann lauk
við 26 ára gamall, lýsir Thomas Mann hnignun borgaraættar,
iiaupmannsættar í Liibeck. Sagan segir frá fjórum ættliðum.
Forfaðirinn, sá, er fyrstur kemur til sögu, er veilulaus borg-
ari, heill og kjarnmikill, óskiftur við starf sitt. í næsta ættlið,
tyá syni hans, verða menn ekki varir mikillar hnignunar.
Samt ber á veilum, sem fólgnar eru í meiri alvöru, heitari
ifú, meiri sjálfsum-
hyggju: hugurinn
er farinn að snú-
ast meira inn á
við. En einkum
iýsir sér sjúkleikur
1 því, að sonurinn
verður skammlífari.
í þriðja ættlið fer
iram skifting, eins
°9 aðgreining efnis
°9 anda, hjá
Thomas Budden-
brook og þó eink-
bróður hans,
Christian. Tony
systir þeirra er
beil og óbugandi,
hversu þunga ör-
iagaskelli sem hún
fær. Fyrir henni
pr það köllun að halda uppi heiðri ættarinnar og verzlunar-
innar, sem er eitt og hið sama. Fyrir Thomas gengur alt að
°skum lengi vel. Lesendurnir eru samt snemma mintir á veil-
Ur hjá honum: í æsku fékk hann blóðspýting, og hann var
hneigður fyrir vissar tegundir skáldskapar og listar. Ekkert
af þessu virðist þó ætla að koma að sök. Hann tekur að sér
verzlunina, eykur starfsþekkingu sína, kvænist dóttur miljóna-
•nærings og eignast með henni son. Verzlunin blómgast,
Thomas reisir sér skrautlegt íbúðarhús: hið ytra bendir alt
f'l vaxtar og viðgangs. En þetta voru alt hinstu fjörtök deyj-