Eimreiðin - 01.07.1930, Side 34
242
FLAKK
eimreidin
Prófasturinn') lét mig Iesa,
lærdóms tók að höndla pésa
og sparaði ekki spurningar.
Úr ég leysti og allvel kunni,
engan lét ég stanz á munni
minum þar að mæla rétt,
unz hann sjálfur amenaði,
er mér þótti lítill skaði,
og þar á eftir þagði slétt.
Einkennileg er yfirheyrsla prófastsins yfir flökkustúlkunni;
það er augljóst að hann hefur auk kirkjulegrar áminningar
þózt þurfa að vita um kunnáttu hennar í barnalærdómskverinu.
Um annan >lærdómspésa< getur ekki verið að ræða. Nsen't
má geta, að hún hefur verið farin að ryðga í því, og yfir-
heyrslán því haft litla þýðingu, en sjálfsagt hefur það verið
embættisskylda í þá daga, er svona stóð á, og í rauninni eink-
um skriftir.
Ekki er þess getið, að Kristín þessi hafi flakkað oftar, en
flakkið hélt þó áfram, þar um sveitir eftir sem áður, bæði af
innansýslufólki og landshornamönnum víðsvegar frá, afýmsutæi-
Þá flakkaði um suðurlandsundirlendið kerling ein gömuh
er Þorgerður hét, kölluð »postilla«. Var hún bæði kjöftug og
meinyrt, en barngóð, eins og þetta flökkufólk oftast var,
annaðhvort að eðlisfari, eða það hefur séð sér hag í því.
Eftir Þorgerði postillu er höfð þessi saga:
»Eg kom hérna á dögunum til hans séra Runólfs míns á
Stórólfshvoli og bað hann að lofa mér að vera*. »Þú mátt
vera í nótt, ef þú getur þagað alla vökuna*, sagði hann. »Eg
sagðist skyldu reyna það, og steinþagði fram að vökulokum;
en þá kom hann séra Runólfur minn fram á baðstofuloftið
og fór að ganga þar um gólf. Þá gat ég ómögulega setið á
mér lengur og fór að raula — si sona — fyrir munni mér:
»Meiri er sómi að horskum hal, í hreinu vaðmálsfati, en fanti
í flauelskjóU. Þá segir séra Runólfur minn: »Það mátti altaf
búast við því, að þú gætir ekki haldið saman á þér helvítis
kjaftinum til'vökulokac. Þá segi ég: Ef það er kjaftur á mér,
þá er ekki meir en svo munnur á yður«.
Einn hinna einkennilegustu flakkara, er ég man eftir frá
því ég var ungur, var maður nokkur að nafni Vilhelm Hulter.
Hann var úr Reykjavík og danskur að ætt að einhverju leyti.
1) Séra Ásmundur Jónsson í Odda. Hann varð prófastur 1841.