Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1930, Síða 38

Eimreiðin - 01.07.1930, Síða 38
246 FLAKK eimreiðin hét. Hann vildi ekki láta kalla sig böðul, heldur hríshaldara. Hann hafði fult leyfi til að flakka um sýsluna og bar ávalt með sér vöndinn, líklega að fyrirlagi sýslumanns, sýslubúum til áminningar. Karl var mjög hreykinn af embætti sínu, en ekki var hann að sama skapi í áliti, heldur hafður í mestu fyrirlitningu, þó menn þyrðu ekki að úthýsa honum. Eitt sinn ætlaði hann að flakka sveita á milli, en yfir á var að fara. Treystist karl ekki að vaða ána, og beið um stund við vaðið. Bar þá að ríðandi mann, er yfir um þurfti að fara. Bað karl manninn, sem var góður bóndi í næstu sveit, að hann reiddi sig yfir ána. Varð bóndi við bón hans og reiddi karlinn, sem var lítill og léttur, fyrir aftan sig yfir ána, og skildu þeir svo. Hagmæltur óvildarmaður bóndans komst að þessu, og af því að það þótti hin mesta sneypa að hafa haft svo náið samneyti við böðulinn, kvað maðurinn þessa vísu, bóndanum til háðungar: Seggir héldu sömu Ieið, sæmda fátt þó vinni; böðullinn á baki reið bænda forsmáninni. Það versta við flakkarana var óþrifnaður sá, er undan- tekningarlítið fylgdi þeim, og kvað svo ramt að því, að oft mátti rekja kláða- og kvillaferil þeirra bæ frá bæ, nema sér- stakrar varúðar væri gætt um hreinlæti, og oft hreinasti við- bjóður að hirða og þrífa sængurföt þau, er þessir menn lágu við, svo að óþrifin bærust ekki út á heimilin, þar sem þessir menn voru nætursakir. Nú er alt hér á landi svo breytt, að hinir fornu flakkarar þrífast ekki lengur, ekki auðið að ferðast langt peningalaust, greiðasala orðin almenn, samgöngur og öll ferðatæki alt önnur en fyrrum, auk þess hugsunarháttur fólks mjög breyttur frá því er var, þó eigi sé lengra til jafnað en mannsaldurs. Gamla flökkufólkið er farið og kemur aldrei aftur. En það er nú samt svo, að bæði ég og ef til vill fleiri eldri menn, sakna þessa fólks, og minnast tilbreytinganna, sem komur þess urðu valdandi, þar sem lítið var um gesta- komur. Það voru næstum eins og hátíðakvöld að hlusta á fréttir þeirra og þjóðsögurnar, sem þeir kunnu svo margar og sögðu svo vel, eins og þeir sjálfir hefðu séð og lifað með því, er sögurnar hljóðuðu um. Flökkufólkið gamla hafði í rauninni meiri og betri þýðingu fyrir íslenzku þjóðina heldur en alment hefur verið veitt eftirtekt. Það hélt uppi íslenzku þjóðsögunum og var einskonar ómissandi samgöngutæki, bæði líkamlega, og einkum þó andlega, á meðan alþýða átti ekki kost á öðru betra. Og það hvarf, þegar þess var eigi lengur þörf.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.