Eimreiðin - 01.07.1930, Side 40
248
SÆUNN Á BERGÞÓRSHVÁLI
EIMREIÐlfí
fægdir af skildi flekk og ryð af stáli,
forspá og rýnin engu miður Njáli.
Wöluspá alla og l/ölsungu þú kunnir,
veguna raktir suð’r á HindarfjöII.
Hyldjúpri fræði harla mjög þú unnir,
Hávamál þektir vel og skildir öll.
Þér voru kærar Elivoga unnir,
eldar á Gimli, seint að fölskva brunnir.
Brynhildar saga brjóst þitt hreif og nísti,.
bálför og söngur, hennar kærleiksfát;
Goðrúnar harmur, göfgri ást sem lýsti,
grályndisheift, sem Atla telfdi í mát.
Lafði og mey, er lifa og njóta fýsti
Ijúffengra ásta — sér að hjarta þrýsti.
Sæunn! um þig er kvæði gott að gera,
glóir í neista undir þinni brún;
rúnir á kefli réðst og kunnir skera,
réttir við tafl og fyltir snældu að hún.
Þú hefur mikla haft til brunns að bera
brjóstræna glóð, sem tökum nær á frera..
Varkár og rýnin vékstu þér í haga,
véfrétta’ leita, er máni í skýjum svamr
fundvís á greinir fornra töfralaga,
fimlega brástu þér í völvuham.
Vfirsýn gaf þér út um veldi Braga
auðug af minjum fræðadísin Saga.
Úti á stöðvum frera og feluelda
forneskja þýddi marga dulins rún.
Margvísri konu máni hefur selda
maureld í hár og neista undir brún.
Frumlegar völvur fengu, er tók að kvelda,
fréttir, sem beyglu mundi gera hrelda.
* *
*