Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1930, Side 42

Eimreiðin - 01.07.1930, Side 42
EIMREIÐIN Jan Umb. [Grein þessi er þýðing eftir Sigurð Skúlason á inngangsorðum að ritgerðasafni um Rússland og rússneska menningu eftir danska rithöf- undinn Martin Andersen Nexö. Þetta ritgerðasafn kom út í bókarformi árið 1923, og nefndi höfundur það „Mod Dagningen“. — Hinn snjalli höf. hreyfir hér við æfagamalli spurningu um afstöðu kúgarans og þrælsins hvors til annars, spurningunni um það, hvor reglan sé betri, auga fyrir auga og tönn fyrir tönn, eða hin, slái einhver þig á hægri kinn þína, þá snú þú einnig hinni að honum. „Jehóva býr í dag hjá þeim kúguðu", segir höf. fagnandi. Hinu er aftur á móti ósvarað af honum, hvort Jehóva nægi hinum þjáða. Vísast mun reynslan enn verða sú, að svo sé ekki.] Harðla oft hefur mér verið borið á brýn, að það væri kyn- legt, að ég tæki mér ekki ferð á hendur til Rússlands til að sannfærast um það með eigin augum, hvernig nýbreytninni þar vegnaði, sem ég væri að halda uppi vörnum fyrir í blindni. Eg hafði nú mínum störfum að gegna einmitt í því sam- bandi og vissi vel, hvað um var að vera — vit mitt í þeim efnum risti miklu dýpra en það, sem lesið varð út úr fregn- um og fyrirbrigðum og þurfti engra utan að komandi stað- festinga við. Eg hafði séð öreigann varpa okinu af sér nokk- urum áratugum áður en það skeði í raun og veru, og ég þekti hann nægilega vel til þess að ég vissi, hvernig hann mundi snúast við hlutunum. Það var enginn mælikvarði á þekking mína í þessum efnum, þó að ástandið kynni að neyða rússneska öreigann til að breyta öðru vísi en til var ætlast. Öreiginn er háður sömu lögum um víða veröld, og ef hann er sjálfráður, tekur hann viðfangsefni sín nákvæmlega sömu tökum í Rússlandi, Astralíu, Vesturevrópu og Ameríku. Það versta, sem ég gat átt á hættu, var, að nokkurar af skyndi- röksemdum mínum yrði hraktar. Hvort voru menn dálítið hikandi í þá daga, ofurlítið smeykir við veldi Rússlands, við hið óbotnanda hyldýpi í Austurvegi? Ástandið þar eystra hrópaði til himins; nýja stjórnin löðraði í blóði og bylti sér í hermdarverkum. Það
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.