Eimreiðin - 01.07.1930, Side 47
eimreiðin
JAN UMB
255
bent á fátæklinginn og sagt: Nú er komið að þér, karl minn!
— Hann þiggur heldur enga gjöf núna; viðbjóðsleg veröld
er honum í té látin — ljótt öngþveiti. En hann er vanur að
byrja þar, sem hinir hafa hætt. Það væri óskandi, að hann
Sæti gengið köllun sinni hiklaust á hönd — sterkur og ein-
arður eins og krossfararriddarinn, sem var svo blóðheitur af
vandlætingasemi, að bitvargurinn fanst dauður í skyrtunni hans.
Frá hinu óljósa hugboði barnsins til hinnar óbifanlegu
sannfæringar hins fullorðna manns liggur þráður, sem ég
minnist með þakklæti, af því að hann er samkynja alheims-
bróuninni. Engin hamingja er víst sambærileg við það, að sjá
draum lífs síns rætast, og sjá hann rætast sem mikilvægasta
atburð í sögu mannkynsins.
Fullur aðdáunar og þakklætis, sem ég fæ ekki með orðum
^ýst, rússnesku þjóðinni til handa, lagði ég af stað til »ríkis.
Leníns*. Sigurður Skú/ason
þýddi.
Aftansólin eldi steypir
Aflansólin eldi steypir
yfir skýjamúr,
urðin Ijómar öll og glitrar
eftir daggarskúr.
Þekti ég barn, sem fórnir faerði,
féll á kné og bað:
Töfrasilfur, sindurgull,
sól mín, gef mér það!
Snúi ég baki að sólarseiðnum
sé ég lágt og hátt
þunglynt land, sem þögult er,
þýft og sinugrátt.
Dimman hljóð að dagsins baki
draumahvílu býr.
Þreyttum verður hvíldin hægust,.
hina svefninn flýr.
Máttarvöld, sem vefið gliti
vöfn og birkiskóg,
gefið mér ekki gull í baug,
gefið mér járn í plóg.
Æskuhilling, klökk við kveðjur,
kólnar upp og dvín.
Eftir því sem árin lfða
opnast stærri sýn.
Guðmundur Böðvavsson.