Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1930, Page 50

Eimreiðin - 01.07.1930, Page 50
258 FRAMFARIR OG HORFUR eimkeiði^ eins háður því að hafa bækistöðvar sínar sem næst miðun- um. Útgerðin sezt að þar, sem góð hafnarskilyrði eru frá náttúrunnar hendi, og á stöðum, sem liggja vel við verzlun. Þessar tvær stóratvinnugreinar verða þess valdandi, að hér rísa upp fjölmennar stéttir, sem ekkert fást við landbúnað, en hópast saman á vissum stöðum, valda því með öðrum orðum, að hér fara að rísa upp þorp og stórbæir. Vmsar ástæður og mjög sundurleitar, sem óþarfi er að rekja hér nánar, valda því, að þessi vöxtur hefur að langmestu leyh hlaðist að Reykjavík. Með því að þessi vöxtur Reykjavíkur fer árs árlega vaxandi og áhrifa þessa stórbæjar á íslenzka vísu gætir um alt land, þá er full ástæða til að athuga nánaiV hversu hraður þessi vöxtur er og hvaða útlit og möguleikar eru fyrir því, að hann haldi áfram. í Lesbók Morgunblaðsins (46. og 47. tbl. 1929) er fróðleS grein eftir hagstofustj. Þorstein Þorsteinsson um vöxt Reykja- víkur. Af þessari grein er bert, að bærinn hefur á 27 áruiu nærri ferfaldast: á móti hverjum 100 manns 1901 koma 377 manns 1928. Árið 1901 er tala Reykjavíkurbúa 6682, en er orðin 25217 árið 1928. Ef litið er á hinn árlega vöxt, þú kemur í ljós, að vöxturinn er nokkuð jafn fram til 1918; oft- ast þetta 300—600 á ári, kemst eitt árið upp í 800 (1906), en hrapar eitt árið ofan í 187 (1909). Meðal-fjölgunin á þess- um 17 árum er 508 manns á ári. En með árinu 1919 stígui' talan upp í 826 og hrapar úr því ekki niður fyrir 900 nema 2 árin (1921 og 1924), en kemst 4 árin upp fyrir 1000 oS eitt árið (1920) upp í 1525. Meðalvöxtur þessi 10 ár er 988 manns á ári eða er nær tvöfaldur við vöxtinn næstu 17 ár á undan. Orsakir þessa mikla vaxtar eru vitanlega mikil atvinna oS atvinnumöguleikar vegna hraðvaxandi útgerðar og verzlunar, miklar framkvæmdir hjá bænum (vatn, gas, höfn, rafstöð o. fÚ og svo óánægja í sveitinni, sem stafar af ýmsum ástæðum oS nokkuð verður vikið að síðar. Allar þessar ástæður eru enu óbreyttar, svo ekkert virðist benda á og engin skynsamleS ástæða til að búast við því, að aðstreymi að bænum minki a næstu árum. Á fundi um bæjarmálefni Reykjavíkur síðastliðinn vetur hélt ég því fram, að gera mætti ráð fyrir, að eftir 15—20 ár
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.