Eimreiðin - 01.07.1930, Page 50
258
FRAMFARIR OG HORFUR
eimkeiði^
eins háður því að hafa bækistöðvar sínar sem næst miðun-
um. Útgerðin sezt að þar, sem góð hafnarskilyrði eru frá
náttúrunnar hendi, og á stöðum, sem liggja vel við verzlun.
Þessar tvær stóratvinnugreinar verða þess valdandi, að hér
rísa upp fjölmennar stéttir, sem ekkert fást við landbúnað,
en hópast saman á vissum stöðum, valda því með öðrum
orðum, að hér fara að rísa upp þorp og stórbæir. Vmsar
ástæður og mjög sundurleitar, sem óþarfi er að rekja hér
nánar, valda því, að þessi vöxtur hefur að langmestu leyh
hlaðist að Reykjavík. Með því að þessi vöxtur Reykjavíkur
fer árs árlega vaxandi og áhrifa þessa stórbæjar á íslenzka
vísu gætir um alt land, þá er full ástæða til að athuga nánaiV
hversu hraður þessi vöxtur er og hvaða útlit og möguleikar
eru fyrir því, að hann haldi áfram.
í Lesbók Morgunblaðsins (46. og 47. tbl. 1929) er fróðleS
grein eftir hagstofustj. Þorstein Þorsteinsson um vöxt Reykja-
víkur. Af þessari grein er bert, að bærinn hefur á 27 áruiu
nærri ferfaldast: á móti hverjum 100 manns 1901 koma 377
manns 1928. Árið 1901 er tala Reykjavíkurbúa 6682, en er
orðin 25217 árið 1928. Ef litið er á hinn árlega vöxt, þú
kemur í ljós, að vöxturinn er nokkuð jafn fram til 1918; oft-
ast þetta 300—600 á ári, kemst eitt árið upp í 800 (1906),
en hrapar eitt árið ofan í 187 (1909). Meðal-fjölgunin á þess-
um 17 árum er 508 manns á ári. En með árinu 1919 stígui'
talan upp í 826 og hrapar úr því ekki niður fyrir 900 nema
2 árin (1921 og 1924), en kemst 4 árin upp fyrir 1000 oS
eitt árið (1920) upp í 1525. Meðalvöxtur þessi 10 ár er 988
manns á ári eða er nær tvöfaldur við vöxtinn næstu 17 ár á undan.
Orsakir þessa mikla vaxtar eru vitanlega mikil atvinna oS
atvinnumöguleikar vegna hraðvaxandi útgerðar og verzlunar,
miklar framkvæmdir hjá bænum (vatn, gas, höfn, rafstöð o. fÚ
og svo óánægja í sveitinni, sem stafar af ýmsum ástæðum oS
nokkuð verður vikið að síðar. Allar þessar ástæður eru enu
óbreyttar, svo ekkert virðist benda á og engin skynsamleS
ástæða til að búast við því, að aðstreymi að bænum minki a
næstu árum.
Á fundi um bæjarmálefni Reykjavíkur síðastliðinn vetur hélt
ég því fram, að gera mætti ráð fyrir, að eftir 15—20 ár