Eimreiðin - 01.07.1930, Síða 52
260
FRAMFARIR OG HORFUR
EIMREIÐlN
Með vexti bæjarins sjálfs skapast vitanlega afarmikil atvinna.
Þar þarf alt að reisast af grunni: hús, götur með skolp-i
vatns-, gas- og rafmagnsleiðslum, skólar, opinberar byggingar
og stofnanir, t. d. símstöð, leikhús, rafstöð við Sogið, ráðhús
og margar fleiri, svo aðeins séu nefndar þær, sem þegar er
í ráði að fara að reisa eða standa fyrir dyrum á næstu árum.
Með vexti bæjarins skapast sífelt ný verkefni, og það er
áreiðanlega langt þangað til séð er fyrir endann á þessum
atvinnumöguleikum. Þegar á þetta er litið, sem nú hefur verið
talið, þá verður ekki annað sagt, en að atvinnumöguleikar
í Reykjavík virðist alveg þrotlausir og þeim engin takmörk
sett um yfirsjáanlegan tíma. Ofan á þetta bætist svo enn
stórum aukin verzlun og umsetning, eftir því sem bærinn
sjálfur vex og ræktun nærsveitanna og Suðurlandsundirlend-
isins miðar áfram, og þær framkvæmdir, sem þar hafa verið
settar á laggirnar (mjólkurbú o. fl.) og í framtíðinni verða
settar á stað, vaxa og dafna.
Þegar á alt þetta er litið, þá er ekki nokkur skynsamleg
ástæða til þess að ætla annað en að vöxtur Reykjavíkur
haldi áfram jafn hraðstígur og hann hefur verið nú síðustu
árin og sennilega jafnvel enn hraðari. Meðalársvöxtur bæj'
arins síðustu 10 árin er um 1000 manns og hefur mörg árin
farið fram úr því. Vitanlega verður ársvöxturinn meiri eftir
því sem fólkinu fjölgar. Ef miðað er við næsta merkisár í
sögu þjóðarinnar, 1943, þá benda allar líkur til þess, að þá
verði Reykjavík orðin bær með 50 þúsund íbúum. Til þess
þarf hann að vaxa á þessum 15 árum (frá 1928) um 1666
manns á ári að meðaltali og mun það láta nærri, að fjölgunin
nái því. Undir engum kringumstæðum verður gert ráð fyrir
öðru, en að Reykjavíkurbær nái þessari íbúatölu fyrir miðja
öldina.
Engum dylst það, enda hefur það verið áhyggju- og uæ-
talsefni margra góðra manna, hvað þessi öri vöxtur sjávar-
útvegsins og bæjanna hefur dregið afl frá landbúnaðinum-
Fólkið hefur þyrpst úr sveitunum í bæina, laðað þangað af
atvinnuvoninni og voninni um einfaldara, áhyggjuminna, þægi'
legra og skemtilegra líf. Þessar vonir hafa verið á fullum