Eimreiðin - 01.07.1930, Qupperneq 58
266
FRAMFARIR OG HORFUR
EIMREIÐIN
jafnt sem bæir tekið við fjölguninni, í stað þess að nú eru
það eingöngu bæirnir, sem verða að taka við henni. Mögu-
leikarnir hafa með öðrum orðum margfaldast. Hvort sem
menn vilja líta á þetta bjartari eða svartari augum, þá verður
ekki annað séð, en að landsbúar verði um næstu aldamót að
minsta kosti 250 þúsund, og sennilega verða þeir nær 300
þúsundum.
Hvernig skiftingunni milli sjávar og sveita verður varið
um næstu aldamót, er erfiðara að segja, þó eru allar líkur til
þess, að henni verði nokkuð Iíkt varið og nú, sem næst helm-
ingaskifti. Arið 1920 er talið að um 57,3 o/o landsmanna búi í
sveitum. Hefur þessi hundraðstala farið sífelt lækkandi og á
vafalaust enn eftir að lækka, en þegar fer að líða á öldina,
þá býst ég við, að sveitirnar fari að síga á og það því meir
sem lengra líður, svo að um aldamót verði þær búnar að
jafna hallann eða jafnvel fyllilega það, ef miðað er við
árið 1920.
Vitanlega er sú þróun landbúnaðarins og vöxtur sveitanna,
sem gerist til næstu aldamóta, aðeins upphafið á nýju land-
námi, sem í heild sinni verður miklu stórfeldara og mikil-
fenglegra en hið fyrra landnám fyrir 1000 árum. Ef sú áætlun
er á nokkru viti bygð, að aðeins einn hundraðasti af ræktan-
legu landi sé nú í rækt, þá ætti landið leikandi að geta borið
að minsta kosti 5 milljónir manna. Af þessu er augljóst, hvað
hinu nýja landnámi er skamt á veg komið, þó gert sé ráð
fyrir, að Islendingar verði orðnir um 280 þúsund á næstu
aldamótum. Ef til gamans er haldið áfram — á sama hátt og
áður — með dæmið um mannfjölgunina, sem áður var frá
horfið, og gert ráð fyrir, að jafnar framfarir haldi áfram alla
næstu öld, þá lítur það þannig út:
Árið 2010 verður mannfjöldinn 320 þús. og árl. fjölgun 4800
— 2020 —
— 2030 —
— 2040 —
— 2050 —
— 2060 —
— 2070 —
—368 —
—423 —
—486 —
—»— 558 —
—»— 641 —
—»— 737 —
— — 5520
— — 6345
— — 7290
— — 8370
— — 9615
— — 11055