Eimreiðin - 01.07.1930, Síða 61
;eimreiðin
Nunnan.
Eftir Gottfried Keller.
[Höfundur þes6arar sögu, Qottfried Keller (1819—1890), er talinn
stsnda í fremstu röð þýzkra slráldsagnahöfunda. Hann lagði ungur stund
a málaralist, en brátt hneigðist hugur hans til ritstarfa, og 35 ára gamall
birti hann skáldsöguna Der griine tieinrich, en fyrir bóh þessa hlaut
hann mikla frægð. Hann hefur ritað allmargar skáldsögur, þar á meðal
"okkrar smásögur. Sagan, sem hér birtist í íslenzkri þýðingu, er úr smá-
sógusafninu Sieben Legenden (Sjö helgisagnir), sem kom út í fyrsta sinn
•árið 18 72.)
O að ég hefði vængi eins og dúfan,
þá shyldi ég fljúga burt og finna hv'údarstað.
Sálm. LV,7.
Á fjalli einu stóð klaustur, og var þaðan víðsýni mikið, en
^austurmúrarnir blikuðu svo, að birtu bar af víða um landið.
^ðnan veggja þess var fjöldi kvenna, fríðra kvenna og ófríðra,
en allar þjónuðu þær drotni í ströngum klausturaga, og hinni
^elgu
mey, móður sinni.
Sú, sem fegurst var af nunnunum, hét Beatrix og gegndi
^iáknastörfum í klaustrinu. Há og tíguleg gekk hún með göfgi
°9 trúmensku að störfum sínum við altari og í kór, leit eftir
* skrúðhúsi og hringdi klukkunni áður en roðaði af degi og
^e9ar kvöldstjarnan kom upp.
En þess á milli horfði hún oft tárvoturn augum út í bláan
^rskann, yfir lífkvik héruðin umhverfis. Þar sá hún blika á
^randa, heyrði veiðiriddara þeyta luðra sína í skóginum og
n'lómsterk köll mannanna, en brjóst hennar svall af útþrá.
Loks bar þessi þrá hana ofurliði, og eina mánabjarta júní-
n°tt fór hún á fætur, setti upp nýja og sterka skó og gekk
ehðbúin fram fyrir altarið. »Ég hef þjónað þér dyggilega í
mör9 ár«, mælti hún við hina helgu mey, »en nú tekur þú
lyklunum, því ég afber ekki lengur eldinn, sem brennur í
mar*a mér«. Að svo mæltu lagði hún lyklakippuna á altarið
°9 hvarf á braut úr klaustrinu. Hún gekk niður fjallið, þar