Eimreiðin - 01.07.1930, Page 69
eimreidin
Eugene O’Neill.
[Dr. Stefán Einarsson, háskólakennari í
Baltimore og höfundur þessarar greinar, læt-
ur þess getið, að þegar hann hafi séð íblöð-
uin héðan að heiman, að leikfélagið hafi
gætt Reykvíkingum á spánnýjum amerískum
leik síðastliðinn vetur, og sýnt með því, að
það sé tekið að veita amerískri leikritagerð
athygli, hafi sér fundist nauðsyn á að kynna
löndum sínum verk O’NeiIls, og þess vegna
sé grein þessi til orðin. Rit O’NeilIs má
fá frá útgefendunum: Horace Liveright, 61
West 48th Street, New York].
I.
Stefán Einarsson. Það leikur vart á tveim tungum,
að Bandaríkjamenn munu nú orðið
vera voldugasta þjóð heimsins. I nýju leikriti eftir Bernard
Shaw (The Applecart, látið gerast 1960) býður amerískur
sendiherra enska konginum að ganga í ríkjasamband við
öandaríkin. Kongur hafnar því að vísu og kveðst óttast,
Stórbretaland verði þá brátt aðeins ein stjarnan í flaggi
^andaríkjanna.
Spá er spaks geta. Svo mikið er víst, að þótt stjórnmála-
wienn Bandaríkjanna hiki enn — af gömlum vana — við að
taka ákveðið forustuna í heimspólitíkinni, þá hafa fjármálamenn
teirra þegar gert það (sbr. Voung-samninginn). — Allir vita,
fjármálamenn Bandaríkjanna og verzlunarmenn eru manna
s^ngnastir og fésælastir. Allir vita, að enginn stendur Ameríku-
^önnum á sporði (nema ef vera skyldi Þjóðverjar) í verkleg-
Um framkvæmdum öllum, engir kunna að leggja vegi fljótar
ne betur, byggja hús, er betur henti, smíða bíla kostulegri og
bó ódýrari o. s. frv. í Ameríku er fimti hver maður bílstjóri fyrir
s)álfan sig, enda verður Ameríkumönnum sjálfum tíðrætt um
^að> að velmegun (prosperity) og lifnaðarhættir (standard of
hving) almennings sé meiri og betri en með nokkurri annari þjóð.