Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1930, Page 72

Eimreiðin - 01.07.1930, Page 72
280 EUGENE O’NEILL EIMREIÐIN Um tíma áfti Eugene litli ekkert heimili annað en gistihúsin, sem foreldrar hans gistu á ferðum sínum um landið. Leik- systkin átti hann engin, nema bróður 10 árum eldri, sem ekki var fastur í rásinni né góð fyrirmynd til eftirbreytni. Fjögur ár var O’Neill í skóla í Stamford, Connecticut og síðan eitt ár í Princeton Uniuersity, en þaðan var hann rek- inn fyrir ósaemilega hegðun. Pilturinn var helzt til gáskafullur. Þá var W. Wilson, síðar forseti Bandaríkjanna, forseti háskólans. Princeton er háskóli auðkýfinga, þangað senda miljónamaer- ingar sonu sína. Eftir brottreksturinn úr Princeton fór O’Neill heim til föður síns. Var hann stundum með honum og hjálpaði til að leika »Oreifann af Monte Christo*, ellegar hann flæktist einn og auralítill í New Vork eða annarsstaðar og gerði það sem hendi var næst. Eitt sinn slóst hann í för með námu- fræðingi, er fór að leita gulls suður í Honduras (Mið-Ameríku). Þar veiktist hann af malaríu og varð að hverfa aftur heim til New York og ganga í flokk föður síns. A leiðinni kyntist hann í fyrsta sinni stafnklefa sjómannanna, því hann réðst sem háseti á skip til New Vork. Hafið freistaði hans. Hann hafði lesið bækur Josephs Conrad og Jacks London, og hann vildi vera »he-man* (karl- menni). Hann réðst háseti á norskt skip, er fór frá Boston til Buenos Aires. Þaðan réðst hann á nautaskip til Suður- Afríku, en fékk ekki landgöngu, því hann hafði ekki 100 dollara í vösunum. Hann varð því enn að ráðast á skip, brezkan dall, er sigldi til New Vork. Sú för varð honum efniviður í leikritin: The Moon of the Caribbees and Six Other Plays of the Sea. Marga kafla skrifaði hann á hafinu. — Yfir höfuð er hafið sterkur þáttur í mörgum leikritum hans. Árið 1912 gerðist O’Neill blaðamaður í New London. Það starf reið heilsu hans að fullu, og hann varð að fara á berkla- hæli. Þegar hann kom þaðan, var hann með tvö löng leikrit í vasanum og tylft af smáleikritum. Þetta sýndi hann föður sínum, en karli leizt ekki á, því þau fóru algerlega í bága við venjur leiklistarinnar. Samt sem áður þótti honum svo vænt um, að hann gaf út sum leikritin undir titlinum Thirst and Other One-Act Plays.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.