Eimreiðin - 01.07.1930, Page 72
280
EUGENE O’NEILL
EIMREIÐIN
Um tíma áfti Eugene litli ekkert heimili annað en gistihúsin,
sem foreldrar hans gistu á ferðum sínum um landið. Leik-
systkin átti hann engin, nema bróður 10 árum eldri, sem ekki
var fastur í rásinni né góð fyrirmynd til eftirbreytni.
Fjögur ár var O’Neill í skóla í Stamford, Connecticut og
síðan eitt ár í Princeton Uniuersity, en þaðan var hann rek-
inn fyrir ósaemilega hegðun. Pilturinn var helzt til gáskafullur.
Þá var W. Wilson, síðar forseti Bandaríkjanna, forseti háskólans.
Princeton er háskóli auðkýfinga, þangað senda miljónamaer-
ingar sonu sína.
Eftir brottreksturinn úr Princeton fór O’Neill heim til
föður síns. Var hann stundum með honum og hjálpaði til
að leika »Oreifann af Monte Christo*, ellegar hann flæktist
einn og auralítill í New Vork eða annarsstaðar og gerði það
sem hendi var næst. Eitt sinn slóst hann í för með námu-
fræðingi, er fór að leita gulls suður í Honduras (Mið-Ameríku).
Þar veiktist hann af malaríu og varð að hverfa aftur heim til
New York og ganga í flokk föður síns. A leiðinni kyntist
hann í fyrsta sinni stafnklefa sjómannanna, því hann réðst
sem háseti á skip til New Vork.
Hafið freistaði hans. Hann hafði lesið bækur Josephs
Conrad og Jacks London, og hann vildi vera »he-man* (karl-
menni). Hann réðst háseti á norskt skip, er fór frá Boston
til Buenos Aires. Þaðan réðst hann á nautaskip til Suður-
Afríku, en fékk ekki landgöngu, því hann hafði ekki 100
dollara í vösunum. Hann varð því enn að ráðast á skip,
brezkan dall, er sigldi til New Vork. Sú för varð honum
efniviður í leikritin: The Moon of the Caribbees and Six
Other Plays of the Sea. Marga kafla skrifaði hann á hafinu.
— Yfir höfuð er hafið sterkur þáttur í mörgum leikritum hans.
Árið 1912 gerðist O’Neill blaðamaður í New London. Það
starf reið heilsu hans að fullu, og hann varð að fara á berkla-
hæli. Þegar hann kom þaðan, var hann með tvö löng leikrit
í vasanum og tylft af smáleikritum. Þetta sýndi hann föður
sínum, en karli leizt ekki á, því þau fóru algerlega í bága
við venjur leiklistarinnar. Samt sem áður þótti honum svo
vænt um, að hann gaf út sum leikritin undir titlinum Thirst
and Other One-Act Plays.