Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1930, Qupperneq 84

Eimreiðin - 01.07.1930, Qupperneq 84
292 EUGENE O’NEILL EIMREIÐIN fyrir það, sem hún heldur vera hamingju sína. En hamingja konunnar er órjúfanlega bundin við manninn og fullnæging kynhvatarinnar, það er lífsþráin, viljinn til lífs (Schopenhauer) í insta eðli sínu. Sálrýnin hefur sýnt, hversu maðurinn fyllir hug konunnar — frá vöggu til grafar. í bernsku er það fad- irinn, sem dóttirin hænist að, hin gjafvaxta mær dregst að jafnaldra sínum, sterkum og ástríðufullum unglingnum, á full- orðinsárunum er hugur hennar skiftur milli mannsins og son- arins, en eftir því sem kynhvötin dvín með árunum, eftir því færist kyrð og sljó nægjusemi inn í samlíf hennar og mannsins, sem að sumu leyti getur mint á samlíf hennar við föðurinn í æsku áður en hvatirnar loguðu upp, en er þó ekki annað en dauðinn í aðsígi. Þetta virðist alt svo einfalt og auðskilið — á pappírnum —, en í veruleikanum verður þetta oft og einatt að hættulegri siglingu milli skers og báru, af því að þar eru faðir, maður og sonur ekki aðeins nöfn, er svara til stigmunar í kynþroska konunnar, og eru til fyrir hennar sakir eingöngu, heldur er hver þeirra fyrir sig maður, sjálfum sér næstur, í samskonar eigin hamingjuleit og konan. Hér er því efni í harða baráttu, þar sem hagsmunir skerast í odda, og þetta efni notar E. 0’ Neill sér, svo að segja má, að Strange Interlude sé ekki einn harmleikur, heldur safn af harmleikjum. Fyrsti þáttur Ieiksins er nú einmitt lýsing á uppreisn Nínu gegn föðurnum. Er sú barátta fullkominn harmleikur í sjálfu sér, því hvorki faðir né dóttir bíða hennar nokkurntíma bætur. Að vísu er það æskan, Nína, sem heldur velli, en særð ó- læknandi sári. — Nína hefur fundið hetju þá, er hana hefur dreymt um í íþróttamanninum Gordon, og alt virðist leika í lyndi. Þá er hann kallaður í stríðið. Þau vilja gjarnan gifta sig og fá að njótast áður en hann fari, en hér sér faðirinn, sem er fullur afbrýði, sér leik á borði til að stía þeim sundur. Hann leiðir Gordon fyrir sjónir, að hann verði að láta Nínu ósnerta, vegna sjálfrar hennar, ef hann kynni að falla. Gordon felst á þetta, og heldur sér í skefjum. — Hann fellur, pró- fessorinn, faðir Nínu, hrósar happi, Nína er ,frjáls‘. Skamm- sýnir menn, sem dirfast að ætla sér að hafa hönd í bagga með örlögunum! Gordon er að vísu fallinn, en hann heldur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.