Eimreiðin - 01.07.1930, Qupperneq 89
EIMREIÐIN
RAUÐA DANZMÆRIN
297
er brungið af reykelsisilm, og austurlenzk deyfimeðul notuð
t*l þess að auka áhrifin. Þegar sú stund nálgast, að spámenn
musterisins taka að boða guðdómstáknin á himninum, fyllist
loftið af seiðandi og heillandi hljómum frá leyndardómsfullri
^ljómsveit, sem falin er sjónum viðstaddra.
Ut úr dularfullu myrkviði frumskógarins berst þýð rödd að
eVrum manna. Rödd þessi boðar, að nú séu hinir heilögu
höggormar að vakna, — og rétt á eftir hlykkjast þeir fram
ur myrkviðinu, heillaðir af lokkandi tónum hljóðfæranna. Hægt
°9 rólega bugðast langir höggormaskrokkarnir inn í musterið,
^ar sem Siva bíður eftir því að taka á móti hollustu þeirra.
Og þarna frammi fyrir altari hans hefst slöngudanzinn. Litlar
■ndverskar hofdanzmeyjar, eldsnarar og liðugar í hreyfingum,
hálar og naktar eins og slöngurnar sjálfar, þyrlast með þeim
1 danzinum. Síðari hluta þessara hátíðahalda verður ekki með
°rðum lýst. Bakkusarveizlurnar frá hnignunartímum rómverska
keisaradæmisins eru eins og skuggi hjá þeim.
Þannig er upphaf þeirrar þjóðsögu, sem til hefur orðið út
tízku-danzmær þeirri, sem þóttist með danzi sínum vera
sýna helgisiðaathafnir í austrænum stíl. Hún lýsti æfi sinni,
1 samræðum við aðdáendur sína, eins og hún sjálf hefði kosið
^ana. Hún spann upp sögu sína þannig, að hún kæmi sem
^ezt heim við það hlutverk, sem hún hafði tekið að sér að
^eika. Framhaldið kom af sjálfu sér, og henni tókst að sveipa
nm sig æfintýraljóma, sem fór vel við leikstarfið. Mata Hari
Vsti því, hvernig hún hefði gegnt köllun sinni í musterinu,
nnz þar koni| ag Ungur og fríður enskur liðsforingi var af
nendingu viðstaddur helgiathöfnina og varð svo snortinn af
Sorgarsvipnum, sem yfir danzmeynni hvíldi, að hann gerðist
SVo djarfur að ávarpa hana og braut með því boðorð þau,
Sem voru heilög lög í musterinu. Auðvitað var það ekki nema
eðlilegt áframhald á æfintýrinu, að Mata Hari og liðsforing-
'nn yrðu ástfangin hvort af öðru, enda nam hinn hrausti Eng-
endingur Mötu litlu Hari á brott með sér, og tókst honum
^eð hyggindum og hugrekki að bjarga henni fyrir fult og alt
Ur greipum guðsins Siva — og svo giftist liðsforinginn henni
30 lokum.
Stuttu eftir giftinguna fæðist þeim sonur, Norman að nafni,