Eimreiðin - 01.07.1930, Síða 95
eimreidin
RAUÐA DANZMÆRIN
303
tungumál reiprennandi. Um það leyti sem hann tók upp
Sfeifatitilinn átti hann að baki sér óknyttaferil, sem ekki var
beinlínis til sóma umferðasala-stéttinni.
Eitt sinn, er hann var staddur í Berlín, hugðist hann að
létta sér upp frá sölustarfinu og sjá sig um í borginni. Hann
labbaði í hægðum sínum götuna Unter den Linden, en á
þessu ferðalagi var hann tekinn fastur fyrirvaralaust af lög-
reglunni, og að ástæðulausu, að því er hann bezt vissi. Því
hann gat ekki skilið, að hann ætti nokkuð sökótt við lögreglu
^erlínar, þá nýkominn til borgarinnar, þó að margar smá-
syndir hefði hann á samvizkunni, sem að vísu var ekki upp-
næm fyrir öllu. Umferðasalinn varð ekki síður hissa, þegar
l'onum var fylgt í mjög viðfeldin salarkynni í skrifstofubygg-
ln9u einni, í stað þess að vera fluttur á lögreglustöðina. En
ká fyrst náði undrun hans hámarkinu, þegar lesin var yfir
^onum ýtarleg skýrsla um öll hrekkjabrögð hans og þorpara-
slrik þau, er hann hafði framið á ferðum sínum víðsvegar
Uln lönd. Lögreglustjórinn, sem yfirheyrði hann, var sárreiður
^lr framkomu hans, og kvað bæði frönsku og belgisku yfir-
yóldin krefjast þess, að hann yrði framseldur og honum refsað
fVHr hin mörgu afglöp hans. Þegar búið var að gera um-
^ðasalann svo hræddan, að hann skalf á beinunum og bjóst
Ul^ æfilöngu fangelsi, sneri lögreglustjórinn skyndilega við
|aðinu og varð hinn blíðasti á manninn, kvað hægt vera að
larga málinu, ef Coudoyannis gerðist njósnari, maður með
. ans málaþekkingu gæti orðið að miklu liði. Veslings Qrikk-
lnn félst á þetta og lagði á stað aftur út í lífið sem greifi
E°sta de Smyrnos, unz því lauk með því, að hann var skot-
lnn fyrir njósnir.
Hvers vegna gerðist Mata Hari njósnari?
^afalaust hefur Mata Hari ekki gerst njósnari til fjár, því
aun spæjara eru að jafnaði langtum lægri en almenningur
9enr sér { hugarlund og langt frá því að vera sanngjörn,
Pegar tekið er tillit iil þess, hve starfið er hættulegt. Oss er
kunnugt um, hvernig njósnurum var launað. Jafnvel á
riðarárunum voru Iaunin svo rýr, að þau gátu varla freistað
n°l<kurs þess manns, sem einhverra annara úrkosta átti um