Eimreiðin - 01.07.1930, Side 98
306
RAUÐA DANZMÆRIN
eimreiðin
var fyrir því séð, að Mata Hari væri kynt þeim mönnum, sem
lögreglan þurfti sérstaklega að hafa auga á. Síðan var venjan
sú, að hún stofnaði til einnar af þessum taumlausu veizlum
sínum, til þess að ná fórnardýrunum í net sitt fyrir fult og alt.
Franskir, ítalskir og rússneskir sendimenn urðu allir jafnhart
úti í viðskiftum við hana, og eins og Delila ginti Samson
með ástaratlotum í hendur Filisteunum, þannig ginti Mata Hari
trúnaðarmenn ýmsra stjórna og þjóða, til þess síðan að fram-
selja þá í hendur fjandmönnunum. Einhver duglegasti sendi-
maður frönsku herstjórnarinnar kom til Þýzkalands í leyni-
legum erindagerðum, og lenti þar í klónum á rauðu danz-
meynni. 1 algleymi veizlufagnaðar einnar nætur trúði hann
henni fyrir leyndarmáli sínu. Þýzku leynilögregluna hafði grunað
hvert erindi hans væri, og hafði hún því af ásettu ráði selt hann
í hendur hinni ómetanlegu aðstoðarkonu sinni, sem svo vel
rak erindi það, er henni var falið. Veslings franski liðsforing-
inn varð brjálaður í fangelsinu, er honum varð til hlítar ljóst,
hversu gífurleg sú yfirsjón var, sem hann hafði látið ginnast
til að fremja. Saga hans er aðeins eitt dæmi af mörgum.
Aðaltilgangur þýzku leynilögreglunnar var að flækja Mötu
Hari svo vel í net sitt, að hún ætti þaðan ekki afturkvæmt,
nema rneð því móti að lenda í höndum þeirra, sem hún hafði
svikið. Þó að starf hennar í Berlín á árunum 1908—09 kæmi
lögreglunni að miklu haldi, var dvöl hennar þar þó aðeins
undirbúningur undir annað og meira starf erlendis. Árið 1910
var hún send til Lorrach í Bayern, þar sem yfirvöldin höfðu
einskonar háskóla fyrir njósnara. Þar tók hún fullnaðarpróf
sín í hinni vandasömu spæjaralist. Á ófriðarárunum varð oft
að taka menn í njósnarliðið Iélega undirbúna, en fyrir ófrið-
inn höfðu þýzkir njósnaraskólar mjög mikið orð á sér fyrir
ágæta fræðslu og strangan aga. Kröfurnar, sem gera verður
til nemenda í njósnum, eru bæði miklar og margbrotnar. Þeir
þurfa bæði að vera þagmælskir að upplagi, prúðir í framgöngu,
hugrakkir, þolinmóðir, skjótráðir, slungnir, úrræðagóðir, hug-
vitssamir, starfsamir, og — ekki altof samvizkusamir. í Lorr-
ach var nemendunum kent að nota allskonar dulskeyti, og
aðrar aðferðir, til að koma upplýsingum áleiðis með leynd.
Auk þess fengu þeir margvíslega verklega æfingu í hagræn-