Eimreiðin - 01.10.1942, Blaðsíða 30
302
ÚR SUÐUREYJUM
EIMBE'ð,N
gróður er blómlegri hér heldur en i fjárbeitareyjunum. Ha_
vaxið gras óx alveg niður að flæðarmáli, undir láguni klettum-
Innan um það sáust rauð og blá blóm baunagrasanna. Fjó*‘l
og blágresi lituðu sums staðar bletti alveg bláa, en í hömrum
óx sæhvönn í stórum brúskum. Uppi á hólmanum er mjo»
grösugt — og fagurt um að litast. Þar eru lágir birkirunnai.
víðir og lyng, en geithvönn teygir víða hvítan kollinn UP1’
yfir kjarrið og lyngið. Er ótrúlegt, hve allur gróður verðm
þroskameiri við friðun og það oft á skömmum tíma. Sauð-
kindin hefur eytt og breytt gróðri landsins stórkostlega síöan
á landnámsöld og átt ásamt manninum drýgstan þátt í eyö-
ingu skóganna.
Vaktarhólmi er augljös vottur um það, i hvílíku gróðui-
skrúði Breiðafjarðareyjar hafa tekið á móti landnámsmönn-
unum. Þær háfa verið klæddar skógi og vafðar í grasi
blómskrúði. Björkin hefur þá að mestu hulið klettaborgirnai.
sein nú eru berar og blásnar.
Hrappsey var fyrrum höfuðból, sem alkunnugt er, enda
er það allstór eyja. Þar eru klettar við sjóinn með einkenm
legu grjóti (anartit) og sums staðar fögru stuðlabergi. Upp1 ll
eynni eru háar klettaborgir með grösugum flóum og myia
sundum á milli. Er víðsýnt ofan af borgunum. Kúinen vex 1
Hrappseyjartúni, eins og við fleiri forn höfuðból. í HrapPse'
er töluvert af villidýrum, auk hagamúsanna, sem víðast 11
eina villta spendýrið á eyjunum. Refir koma að vísu stundu111
með ís, en eru fljótlega veiddir. Tamdir refir eru auk þes*
viða um eyjarnar (refabú). Hrappsevjarvillidýrin eru hvoi 1
stór eða grimm og eru auðþekkt á eyrunum, eins og asnm11-
Það eru nefnilega kanínur, sem skjótast út úr holum simm1,
rétt við fætur manns, þegar farið er um evna - alveg heu11
að bæ. Sluppu kanínuhjón fyrir nokkrum árum, og eru þel ‘'
afkvæmi þeirra. Vélbáturinn í Hrappsey var bilaður eins r>
fleiri hátar í eyjunum. Fæst naumast gert við neitt á þessu'11
varga- og vitleysutímum. Bóndi flutti okkur samt í bátnuu'
lit í Dímonarklakka. Þegar við rerum í hægðum okkar U11,11
með landi, sátu þrjár kanínur með spekingssvip á klöppu"11"1
við sjóinn og horfðu forvitnislega á bátinn. — Klakkam11
rísa brattir úr sjó, 71 m. á hæð. Er það mesta hæð á eyjunum-