Eimreiðin - 01.10.1942, Blaðsíða 63
El*IREIÐIN
FJÖRÐUHINN MINN
335
Og bárurnar við ströndina blíðum rómi hjala.
bó brotni ein og deyi, þá fæðist önnur ný.
Þær seiða til sín lindir úr drögum fjalladala,
en drekkja þeim svo sigurglaðar faðmi sínum í.
Og dalurinn íninn kæri, með fjallahringinn fríða,
mér faðminn móti breiðir, með þúsundlita skraut.
Þar inni milli blómskrýddra yndislegra hlíða
ég átti á mínum smalaárum marga berjalaut.
Og fossarnir, þeir kveða með forna rómnum sínum,
eg finn hve enn hann vekur til starfs minn veika þrótt.
En niður þeirra Iætur nú líkt í eyrum mínum
sem Ijúfan heyri ég englasöng á helgri jólanótt.
Mér berst að vitum ilmur frá blóma- og birkirunnum,
sem blærinn ofan af fjöllunum andar til mín hljótt.
Með honum drekk ég lífið frá loftsins heilsubrunnum,
sem ljósið drekka blómin eftir kalda þokunótt.
Og m'inningarnar hugljúfar mér að hjarta strevma,
en minningarnar gyllir hin blíða æskusól,
°g nú finnst mér það sannast, að hvergi er betra en heima,
en heima er sá staður, þar sem bernskan átti skjól.
Hér brosti ég fyrsta brosi. Hér felldi ég fyrstu tárin.
Hér fyrstu ævisporin ég steig við rúmstokkinn.
Hér lék ég mér í æsku. Hér lifði ég þroskaárin. ,
Hér loka vildi ég augum mínum rótt í hinnsta sinn.
Eg þrái aftur æskunnar unaðsríku daga,
með ævintýrin fögru og leiksystkini mín.
IJá lifði ég sæll eins og sumarblóm í haga,
er sólin eftir næturregn á júlímorgni skín.
En loks, er ég til fulls hefi lokað augum mínum.
°g líkamans á tilveru breyting enga finn,
skal líða fram minn andi, frá ljúfum bústað sínum,
með Ijós í hendi á hverju kvöldi og signa fjörðinn minn.
Einar Friðriksson.