Eimreiðin - 01.07.1948, Qupperneq 153
EIMREIÐIN
RITSJÁ
313
til að friða (protect) fugla og hrein-
dýr. Hér skal ekki fleira talið af
þessum málvillum, en liætt er við að
miklu meira sé af þeim í bókinni,
því hvorki hef ég lesið hana alla né
hef ég nennt að fletta upp öllu því,
sem mér hefur komið kynlega fyrir
sjónir. Auðsætt er þó, að bókin þarf
yfirlesturs glöggs manns á þessu
sviði.
Kaflinn um Books on Iceland gæti
verið miklu betur saminn og lausari
við bagalegar prentvillur (t. d. Pil-
potts fyrir Phillpotts) en hann er. Af
flestum hókum er aðeins titill og
höfundur nefndur, og er það í sjálfu
sér nóg. Undantekning er þó ger um
einn liöfund: „G. T. Trial issued
„History of Education in Iceland“
fromí!] W. Heffer <fe Sons, Ltd. in
Cambridge in 1945“.Ökunnugir mættu
halda, að hér væri um eitthvert stór-
rnerkt tímamótarit að ræða, þar sem
svo mikið er við það liaft, en svo er
eigi, því bókin er með ómerkilegustu
ritum, sem um ísland voru samin á
stríðsárunum.
Hinsvegar sýnir höfundurinn, að
hann veit ekki glögg deili á riti því,
sem merkast er í íslonzkri hókfræði
á þessari öld, er hann segir: „Of
great use is the revised edition of
„Catalogue of the Icelandic Collec-
tion Bequalhcdl!] by Willard Fiske“
(1943: Ithaca, N. Y.)“. Þetta var
ekki „endurskoðuð útgáfa“, heldur
þriðja bindi; hið fyrsta kom 1914,
annað bindi kom 1927.
Höfundur bindur sig og við bækur
um ísland ritaðar á ensku, og virðist
mér það vafasöm takmörkun, þar
8em bókin er þó ætluð öllum út-
lendingum, Norðurlandabúum og Ev-
rópumönnum, eigi síður en Engil-
söxum, þótt bókin sé rituð á ensku.
Þá kem ég að því í fyrirkomulagi
bókarinnar, sem mér líkar verst við,.
en það er stafsetning hennar á ís-
lenzkum nöfnum. Hefur útgefandr
tekið upp liálf-enska stafsctningu á
öllum nöfnunum, frá forsetanum
„Sveini Bjoernssyni“ til séra „Sigur-
jons Arnasonar, Audarstraeti 19„
Reykjavik“. Til þessarar stafsetningar
hans heyrir það, að hljóðstafir eru
aldrei merktir með broddi, ö er ritað
oe, œ ae, þ er ritað th og ð d.
Nú er ekki því að leyna, að nokk-
ur vandkvæði eru á því að lialda
íslenzkri stafsetningu á nöfnum í
enskum ritum, ef hækurnar eru prent-
aðar erlendis, þar sem prentsmiðjur
hafa ekki hið íslenzka letur. En þvi
er ekki hér til að dreifa, því bókin
er prentuð í reykvískri prentsmiðju.
Ástæðan til leturbreytinganna get-
ur þá eigi verið önnur en sú, að
útlendingar standa oft tvílráðir gagn-
vart hinum íslenzku stöfum, er þeir
hafa ekki á ritvélum sínum, og ætlar
útgefandi augsýnilega að leysa þá
úr þessum vanda með því að staf-
setja svo, að þeini komi kunnuglegar
fyrir sjónir.
En hvaða ástæða er nú til þess, að
Islendingar sveigi stafsctningu á
nöfnum sínuin til útlcndrar venju,
heldur en Svíar, Norðmenn, Danir,
Þjóðverjar og Frakkar? Þessar þjóðir
hafa þessa stafi, sem ekki finnast í
ensku máli: ð, a, ö, o, á, a, é, e, ce,
æ, svo að ekki ætti þeir síður að
þurfa að breyta nafna-stafsetningu
sinni en vér íslendingar, en ég lief
aldrei heyrt þess getið eða séð, að
þeir liafi lotið svo lágt, nema þeir
menn, sem sezt hafa að í Ameríku,
og er það allt annað mál.
Nú vil ég að vísu ekki væna út-
gefendur þessa rits um skriðdýrsliátt
fyrir Engilsöxum, en hræddur er ég
um að með þessari hálf-ensku staf-