Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1951, Page 118

Eimreiðin - 01.01.1951, Page 118
106 LEIKLISTIN eimreiðiN má góðs vænta fyrir íslenzka leik- list í framtíðinni. Þjóðleikhúsinu ber ætíð það bezta, sem völ er á. Það er langfullkomnast út búið og sameign allrar þjóðarinnar. Og vissulega mun það njóta virðing- ar og hylli allra leiklistarunnenda og þjóðarinnar í heild, ef því tekst framvegis eins vel og í þetta sjnn að leysa af hendi sitt mikilvæga menningarstarf. Það hefur atvikazt svo hlálega, að galdraofstækið er meginvið- fangsefni höfundar sjónleiksins „Anna Pétursdóttir", sem Leikfé- lag Reykjavíkur sýnir í Iðnó um sömu mundir og „Heilög Jóhanna" er borin á bál, ákærð fyrir galdra, í Þjóðleikhúsinu. Bæði eru leikrit- in gerð utan um sögulegar per- sónur, þótt prestsekkjan Anna Pétursdóttir frá 16. öld hefði aldrei þau áhrif, að valda alda- hvörfum í veraldarsögunni, eins og mærin frá Orleans olli á 15. öld í Frakklandi. Leikritið Anna Pétursdóttir, eft- ir norska rithöfundinn Hans Wier- Jensen, jafnast þá heldur ekki að listgildi við Heilaga Jóhönnu eftir Shaw, þó að margt sé vel um það og sýning þess takizt furðu vel á þrönga leiksviðinu í Iðnó. Þess hefur verið getið til, að Jóhann skáld Sigurjónsson hafi orðið fyr- ir áhrifum af þessu leikriti Wier- Jensens, er hann samdi Óskina, leikrit sitt um Galdra-Loft. Ekki virðist margt styðja þá tilgátu, 1 fljótu bragði séð. Það, sem einkum vakti athygh áhorfenda að þessum leik í Iðnó, var meðferð ungrar leikkonu, Katrínar Thors, nýkominnar fra leiklistarnámi erlendis, á hlutverki Onnu Pétursdóttur, sem hún leysti vel af hendi — og þó einkum í 3. þætti, er mest á reyndi, þegar Anna gerir upp sakirnar við eig' inmann sinn og herra, Absalon Pétursson Beyer, Hallarprest, sem Þorsteinn Ö. Stephensen lék af góðum skilningi. Og ekki ma gleyma Brynjólfi Jóhannessynii sem leikur séra Jóhannes í Faney og sannar óþreyfanlega, að það er víðar en í kirkju, sem „margt sómafólk verður illa statt —■ — hjá hreinskilnum klerki", jafnvel þótt harla slompaður sé. Brynjólf' ur lék þenna drukkna klerk af hreinustu snilli. Sama er að segja um Áróru Halldórsdóttur í hlut' verki ofsóttrar konu, HerjólfS' Mörtu, sem ákærð er fyrir galdra- Annars er leikrit þetta allþung' iamalegt — og ber ef til vill enn meira á því vegna þrengslanna a leiksviðinu í Iðnó, einkum í síðasta þætti, sem gerist í dómkirkjuniu í Björgvin. Það er engin von þess, að henni verði fundið rún» á leikfjölum hins þrönga sviðs þar, enda naut sá þáttur sín ekki til fulls í því umhverfi. Lárus Sigurbjörnsson hefn1 þýtt leikinn. Sv. S.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.