Eimreiðin - 01.10.1952, Page 9
EIMREIÐIN
Október—dezember 1952 - LVIII. ár, 4. hefti
N □ R E G U R .
Ég minnist enn þess dags, er ég fyrsta sinni sá
vi<$ sólarroS þín fjöll af djúpi Ijóma,
meS reistar dalabrúnir og hamrabelti há,
meS hegg og björk og litskrúð þúsund blóma.
df blámadjúpum fjörðum bar svásan sumaryl,
°g sund og sker í morgunskrúði glóðu.
Og sœluþrungin angan mér barst um barm og vit.
Ég beygði kné í þagnaryndi hljóðu.
Mér var sem glöggt ég kenndi hvern dal,
hvert fjall og flóð,
niér fannst sem blóðið örar tœki að streyma.
Já, hérna höfðu feðurnir ort sinn bernskuóð.
Hér áttu hjörtun sömu slög og lieima.
Og Ijúf og fögur gleði um ungar œðar leið,
niér óðul brostu fornra dáðaminna.
Og útlendingsins söknuður enginn brjósti sveið,
bví einnig hér var jörð míns draums að finna.
KNÚTUR ÞORSTEINSSON
frá Úlfsstöðum.
15